Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 30
1. mynd. Lyfjagras með hvítum blómum Pinguicula vulgaris L.
f. albiflora. Myndina tók höfundur í Reykjavík 26. júní 1995.
ættingjar þeirra beri nær undantekning-
arlaust blóm í öðrum lit. Úti í náttúrunni
bíða afbrigðilegir einstaklingar venjulega
lægri hlut í hinni hörðu samkeppni sem þar
ríkir og líða undir lok, vegna þess að þeir
eru ekki lagaðir að þeim aðstæðum sem
viðkomandi tegund hefur þróast við, hafa
t.d. ekki réttu felulitina eða litamynstrið
sem lokkar til sín þau skordýr sem annast
frævunina.
...NEMA SAMKEPPNl SÉ LÍTIL
Það kemur þó fyrir, þegar skilyrði eru
sérstaklega góð og mikil ljölgun í stofni
eða tegund er að leggja undir sig ný land-
svæði, að afbrigðilegir eiginleikar verða
ríkjandi í afmörkuðum venslahópum.
Oftast nær hverfa þessir eiginleikar aftur
þegar harðnar í ári og samkeppni eykst á
ný. Stundum geta þeir þó haldist lengi við í
litlum einangruðum venslahópum á út-
mörkum útbreiðslu-
svæðis tegundarinnar.
Sem dæmi má nefna að
einangraðir venslahópar
bergsóleyjar Clematis
alpina (L.) Miller s.l. á
Kamtsjatka og í Noregi
bera hvít blóm þó
meginstofn tegundarinn-
ar, sem er útbreidd um
mestalla norðanverða
Evrasíu, hafí blá blóm.
A sama hátt ber vensla-
liópur risaklukku Camp-
anula latifolia L. í
Ángennanlandi í Sví-
þjóð, sem er einangraður
venslahópur norðan við
útbreiðslusvæði tegund-
arinnar við vestanvert
Eystrasalt, hvít blóm þótt
risaklukkur séu lang-
oftast með blá blóm.
Eitthvað þessu líkt kann
að hafa valdið því að
þessi breiða af lyfja-
grösum með hvítum
blómum hefur náð að
vaxa upp. Um þær
mundir sem beit létti og flagið fór að gróa
upp hefur komið þama fram planta sem bar
hvít blóm, annaðhvort vegna stökk-
breytingar eða vegna sampömnar víkjandi
gena. Afkomendum hennar hafa verið búin
einstaklega hagstæð skilyrði til að dafna og
fjölga sér þama í hálfgrónu flaginu og þeir
hafa verið fljótir til að nýta sér aðstæðurnar
áður en fræ barst þangað frá plöntum sem
grem utan flagsins.
FjALLALYFJAGRAS
Á meginlandi Evrópu og m.a. í fjöllum
Skandinavíu vaxa fleiri tegundir lyfja-
grasa. Ein þeirra er Qallalyfjagrasið Ping-
uicula alpina L. Sú tegund er að stærð og
yfirbragði áþekk venjulegu lyfjagrasi en
ber hvít blóm. Það er þó ýmislegt sem
skilur þessar tegundir að, m.a. er sporinn á
140