Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 33
LíFRÆNAR VARNIR*
Notkun GAMMAGEISLA
í BARÁTTU VIÐ
SKORDÝRAPLÁGUR
BJÖRN SIGURBJÖRNSSON
Þótt almenningur verði oftast ótta-
slegínn þegar minnst er á kjamorku og
atómgeisla er staðreyndin sú að notkun
geisla og geislavirkra efna hefur bæði
bætt mannlíf og lengt. „Kjamorku-
tækni“ ernotuð víðsvegar um heim t.d.
við sjúkdómsgreiningar, lækningar,
kynbætur nytjaplantna og - til að
verjast skordýraplágum í stað þess að
nota eiturefni, reyndar án þess að „gera
flugu mein“.
hætt er að fullyrða að geisla-
tækni er notuð við lækningar á
svo til öllum sjúkrahúsum
heims og um 2000 ný afbrigði
af nytjaplöntum (komi, grænmeti, olíu-
jurtum, grösum, blómum, ávöxtum og
trjám) sem hafa verið skráð og afhent
bændum eiga uppmna sinn að rekja til
geislameðhöndlunar. Þannig er því farið
urn flest byggafbrigði í Mið-Evrópu, pasta-
Björn Sigurbjömsson (f. 1931) lauk B.S.A.-prófi í bú-
vísindum frá Manitóbaháskóla í Kanada 1956 og
doktorsnámi í jurtakynbótum frá Comellháskóla í
Bandaríkjunum 1960. Hann var sérfræðingur í jurta-
kynbótum við Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans 1957-1963, deildarstjóri jurtakynbóta- og
erfðafræðideildar FAO/IAEA í Vín í Austurríki
1963-1968 og aðstoðarforstjóri sömu stofnunar
1968-1974. Bjöm var forstjóri Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins 1974-1983, forstjóri FAO/IAEA í
Vin 1983-1994 og hefúr verið ráðuneytisstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu frá 1995.
hveiti á Ítalíu, krýsur, nellikkur og önnur
skrautblóm í Hollandi og margar hrís-
grjónategundir þriðja heimsins svo nokkuð
sé nefnt.
■ SKORDÝRAPLÁGUR
Ein alvarlegasta skordýraplága sem um
getur er af völdum skrúfuflugunnar
(Cochliomyia hominivorax) sem er Iand-
læg í Mið- og Suður-Ameríku og til
skamms tíma einnig í Mexíkó og Banda-
ríkjunum. Fluga þessi þefar uppi opin sár,
jafnvel nýskorinn naflastreng, og verpir í
þau eggjum sínum en sprautar um leið inn
deyfiefni svo að sá sem fyrir stungunni
verður fínnur lítið fyrir því í byrjun. Síðan
klekjast eggin út og lirfumar nærast á
holdinu í kring. Þá stækka sárin og fleiri
flugur laðast að og verpa i þau. Lirfumar
naga síðan og nærast á heilu líkamshlut-
unum, hlutum úr andliti, eyrum og fótum.
Á sínum tima vom mæður í Suðurríkjum
Bandaríkjanna varaðar við að láta böm sín
sofa úti óvarin. Flugumar áttu til að skríða
inn um nef eða munn bamanna og verpa
eggjum sínum í nefholurnar þar sem lirfur-
nar gátu athafnað sig í næði.
Annar mikill skaðvaldur er hin svo-
kallaða miðjarðarhafs-ávaxtafluga (Cera-
* Lífrænar vamir cr hcr notað sem þýðing á cnska
hugtakinu "Biological Control".
Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 143-150, 1997.
143