Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 37
búið að útrýma þessari ávaxtaflugu frá
Chile og langt komið í Argentínu.
Skömmu áður en höfundur hætti störfum
hjá FAO/IAEA í janúar 1995 héldum við
fúnd með yfírmönnum plöntuvemdarmála í
Egyptalandi, ísrael, Palestinu (Ghaza),
Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi og Kýpur.
Sannast þar að þeir verða samherjar sem
berjast við sameiginlegan óvin. Menn
lögðu á ráð um að reisa verksmiðjur á
Kýpur og seinna einnig hjá Katania á
Sikiley og dreifa ófrjóum karlflugum í
öllum þessum löndum. Samhliða þessu
höfðu hin svokölluðu Maghreb-lönd
(Líbýa, Túnis, Alsír og Marokkó) ákveðið
að sameinast um aðgerðir gegn flugunni
með stuðningi frá ESB (þar sem hún er
líka skaðvaldur á Spáni, S-Frakklandi,
Italíu og Grikklandi). Þar til þessi áform
verða að veruleika er vissara að þvo
appelsínur og aðra ávexti frá
löndunum við Miðjarðarhafíð vel og
gá að ormum áður en þeirra er neytt.
■ SKRÚFUFLUGAN
myndu halda henni og var talið að
þriðjungur til helmingur villtra dýra í
Afríku myndi tortímast ef hún fengi að
fjölga sér óheft. Almenningur í þessum
hluta Afríku ver sig ekki gegn flugnageri
og því mátti búast við að flugan legðist
þungt á fólk, ekki síst börn. Þegar ljóst var
hversu ástandið var orðið alvarlegt hafði
höfundur strax samband við sendiherra
Líbýu í Austurríki og skýrði hættuna fyrir
honum. Kom þá í ljós að Líbýumenn höfðu
gert allt sem þeir gátu til að berjast við
vágestinn. Voru þeir með yfir 90
dýralækna og aðstoðarmenn þeirra í
jafnmörgum jeppum sem fóru um
landið, skoðuðu dýr og nomðu sáralyf
og skordýraeimr til að verjast
flugunni. Mörg hundruð manna höfðu
verið lögð inn á sjúkrahús með sár af
völdum lirfanna.
í fyrsm töldu Líbýumenn að þeir
gæm ráðið fram úr vandanum sjálfír en
á fúndi með ráðamönnum, sem
höfúndur sat ásamt samstarfsmönnum
sínum frá Róm, var ákveðið að beita
SIT-aðferðinni í barátmnni gegn
skrúfuflugunni. Stuðningur landbún-
aðarráðherra Libýu var afgerandi. Ég
benti honum á að ef ráða ætti niður-
lögum vágestsins með SIT-aðferðinni
yrði að heimila að flogið væri yfir alla
Líbýu, hemaðarlega mikilvæg svæði jafnt
sem önnur. Hann svaraði því til að þegar
um svo alvarlegt mál væri að ræða fyrir
land sitt, og álfuna alla, myndum við
hvergi koma að lokuðum dymm í landi
6. mynd. Flugvél hlaðin ófrjóum púpum.
5. mynd. Púpum miðjarðarhafs-ávaxtaflugunnar
pakkað í pappírspoka sem dreift er úr flugvélum
yfir valin meðferðarsvæði.
Ameríska skrúfuflugan fannst í Líbýu
í mars 1988 nálægt Trípólí. Það var
þó ekki fyrr en í byrjun árs 1989 að
hún var farin að breiðast þar út.
Hættan var sú að flugan kæmist suður
fyrir Sahara þar sem engin bönd
147