Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 40
SIT í baráttunni við þennan vágest, t.d.
Zambía, Zimbabwe, Kenýa og Eþíópía.
■ LOKAORÐ
SIT-aðferðinni er nú beitt nokkuð víða í
heiminum við útrýmingu á nokkrum skor-
dýrategundum. Með tilkomu erfðafræði-
legrar kyngreiningar og eyðingar kvendýra
er auk þess hægt að nota aðferðina við að
halda skordýraplágum í skefjum (í stað
eiturefna). Aður varð að útrýma flugunum
alveg af svæðunum ef aðferðin átti ekki að
mistakast.
Því miður er ekki hægt að beita SIT-
aðferðinni gegn öllum skaðlegum skor-
dýrum. Ef skordýrin sjálf eða lirfumar
valda miklum skaða þótt þær séu geldar er
notkun SIT varla leyfð. Þar nægir að nefna
dæmi: Hvað myndi gerast ef hundruðum
milljóna geldra flökkuengisprettna yrði
deift yfír akurlendi? Hver ætti að borga
tjónið sem af því hlytist, jafnvel þótt
markmiðið næðist og tegundin hyrfí af
svæðinu eftir nokkum tíma?
Hér á landi mætti ímynda sér að hægt
væri að ráða niðurlögum birkifiðrilda, kál-
ilugna og jafnvel fatamöls. Gallinn við
fíðrildi og mölflugur (Lepidoptera) er sá að
þær em mjög viðkvæmar fyrir geislum. Er
þá beitt minni geislaorku sem ekki gerir
viðkomandi einstakling ófrjóan, heldur
verða afkvæmi hans ófrjó (F1 ófrjósemi).
SIT-aðferðin hefur þegar valdið byltingu
í vistvænni útrýmingu skordýra og áfram-
haldandi öflugt rannsókna- og þróunar-
starf á eflaust eftir að útbreiða þessa aðferð
til fleiri landa og fleiri tegunda meindýra.
■ HEIMILDIR
Björn Sigurbjömsson & Vose, P.B. 1994. Nu-
clear techniques for food and agricultural de-
velopment: 1964-1994. IAEA Bulletin 3/
1994. IAEA, Vienna. Bls. 41-55.
EASTMED 1995. Report of a consultants
meeting on a proposal for Medfly control or
eradication with the SIT. 24-27 May, 1994.
IAEA, Vienna. 12 bls.
Hendrichs, J., Franz, G. & Rendon, P. 1995.
Increased effectivenesss and applicability of
the sterile insect technique through male-
only releases for control of Mediterranean
fruit flies during fruiting seasons. J. Appl.
Ent. 119. 371- 377.
Programme for the eradication of the Mediter-
ranean fruit fly in Algeria, Libya, Morocco
and Tunisia 1992. Report of a Group of Ex-
perts, 30 March-10 April, 1992. 1AEA, Vi-
enna. 41 bls.
Tanzanian Tsetse Brief 1995. Newsletter no.
3., Sept. 1995. IAEA, Vienna. 5 bls.
Vargas-Terán, M., Hursey, B.S. & Cunning-
ham, E.P. 1994. Eradication of the screw-
worm from Libya, using the sterile insect
techniquc. Parasitology Today, vol. 10. no. 3.
85-122.
Vose, P.B. 1994. Thirty years of benefíts frorn
nuclear techniques in food and agriculture.
IAEA, Vienna. 35 bls.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Björn Sigurbjömsson
Landbúnaðarráðuneytið
150 Reykjavík
150