Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 47
Eru blóm „
Á MOSANUM?
FÁEIN ORÐ UM DÝJAMOSA
HELGl HALLGRÍMSSON
Sjálfsagt hafa flestir lært það í skóla að
mosar flokkist ekki með blómjurtum og
beri þarafleiðandi hvorki blóm né fræ.
Sá sem lítur meðfylgjandi myndir getur
þó efast um réttmæti þeirrar full-
yrðingar og raunar telur höfundur
þessarar greinar það bara skilgreining-
aratriði hvort við köllum þetta blóm á
mosanum eða eitthvað annað.
yndimar eru af dýjamosa
(Philonotis fontana), sem
Bergþór Jóhannsson hefur
____________ kallað dýjaprýðil og dýja-
hnapp. Dýjamosinn er einhver algengasta
mosategund landsins. Hann vex hvarvetna
við lindir og dýjaveitur, oftast í þéttum
breiðum sem eru samofnar af dökkbrúnum
rætlingum (rótlaga þráðum) mosans. Hann
er ljós- eða gulgrænn að lit og skera
dýjamosabreiðumar sig því oft nokkuð
greinilega úr öðram gróðri.
Rétt er að geta þess að dýjamosinn á
Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að
mennt, nam við háskólana í Göttingen og Hamborg,
en lauk ekki prófi. Forstöðumaður Náttúrugripa-
safnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis -
tímarits um náttúrufræði og náttúruvemd - í 15 ár.
Hefur mest fengist við rannsóknir á islenskum
sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk
fjölda tímaritsgreina. Er nú búsettur á Egilsstöðum og
fæst við ritstörf og grúsk.
fimm „bræður“ hér á landi sem tilheyra
sömu ættkvísl, em nauðalíkir honum og
vaxa oft á sömu stöðum og hann. Þessar
bræðrategundir eru þó allar sjaldgæfar eða
hafa mjög takmarkaða útbreiðslu, nema
ein, Philonotis tomentella, sem Bergþór
kallar mjóhnapp, en hún vex þó frekar við
læki og á árbökkum eða í rökum klettum og
sendnu landi. Á hálendinu er hún tíðari en
aðaltegundin. Hún hefur mjórri blöð og
oddlengri en annars em þær mjög líkar.
Þá á dýjamosinn sér eins konar tvífara
sem þó er litið skyldur, þar sem er
lindamosinn (Pohlia wahlenbergii / áður
nefndur Mniobryum albicans), sem Berg-
þór kallar lindaskart. Hann er oft svipaður
að lit, þ.e. áberandi gulgrænn eða ljósblá-
grænn, og myndar gjaman stórar og
samfelldar breiður við uppsprettur, einkum
til fjalla. Þar sem slíkar breiður em í
gróðursnauðum fjallshlíðum em þær oft
mjög áberandi og sjást langt að. Oft era
stórir daggardropar á þessum mosabreiðum
því mosinn hrindir frá sér vatni. Hann er
því sannkallað lindaskart. Annars era
þessir mosar ekki sérlega líkir og oftast
auðvelt að greina þá sundur.
Heitið dýjamosi er gamalt í málinu en
hefur líklega verið notað jafnt um
dýjahnapp og lindaskart, þó oftast sé það
talið eiga við þann fyrrnefnda og þannig er
mér tamt að nota þetta heiti.
Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 157-159, 1997.
157