Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 52
niðurstöðum þeirra félaga í þessum greinaflokki og er endurtekning því óþörf (sjá Erling Ólafsson 1993). í austanverðum Bandaríkjunum verpa 36 skríkjutegundir og 24 þeirra ná norður til Kanada, sumar allt til Nýfundnalands og Labrador (Griscom og Sprunt 1957). Það er einkum sá tegundahópur sem hafa ber í huga sem mögulega flækinga í Evrópu. Á íslandi hafa fundist 10 skríkjutegundir til ársloka 1995, en hjá þeim má í stórum dráttum sjá þrenns konar útbreiðslumynstur í N-Ameríku. Allar verpa þær í Kanada, ýmist frá Nova Scotia, Nýfundnalandi eða Labrador í austri og a.m.k. vestur til Manitoba, en þær ná misjafnlega langt til suðurs. Þrjár ná skammt suður í Bandaríkin austanverð, frá Minnesota í vestri og til austur- strandarinnar. Fjórar fara auk þess langt suður eftir Appalachianíjöllum, en fylgja ekki ströndinni, og þrjár verpa vítt og breitt um Bandaríkin austanverð, allt suður að Mexíkóflóa. Fjallað verður ítarlega um hverja tegund hér á eftir. Þeim er raðað samkvæmt Howard og Moore (1991). Talin verða öll þekkt tilvik til og með 1995, samtals 32 fuglar, getið um fundarstaði og fundar- tíma, kyn og aldur ef slíkar upplýsingar eru tiltækar, fínnendur eða fyrri heimildir á prenti ef til eru. Aðeins í einu tilviki var um fleiri en einn fugl að ræða. Öllum fuglunum nema sex var safnað. Hamimir era varðveittir á Náttúrufræðistofnun Islands að einum undanskildum sem er í einkasafni. Fuglar í safni Náttúrufræði- stofnunar eru auðkenndir með skrásetn- ingarnúmeri (RM-númeri). Sagt er frá varpútbreiðslu og kjörlendum tegundanna, svo og vetrarstöðvum þeirra. Þær upplýsingar eru einkum fengnar frá Griscom og Sprunt (1957) og Curson o.fl. (1994) og verður ekki frekar vitnað til þeirra heimilda. Samanburður er gerður við önnur lönd Evrópu og Grænland. Ekki þykir ástæða til að lýsa útliti tegundanna í texta. í þeim efnum skal vísað til meðfylgjandi mynda og greiningarbóka. Amerískir flækingsfuglar hafa jafnan þótt afar athyglisverðir í Evrópu, ekki síst smáfuglamir en það þykir einstakt afrek að þeir skuli halda sér á flugi alla þessa vegalengd yfír Atlantshaf. Þetta eru fuglar um og undir 10 grömmum að þyngd og þykir því með ólíkindum að þeir skuli hafa nægt eldsneyti til slíks flugs. Lengi vel var talið að þeir fuglar sem sáust hefðu annað hvort borist með skipum eða sloppið úr haldi, en margar tegundir smáfugla hvaðanæva úr heiminum eru hafðar í búrum í Evrópu. Á síðustu áratugum áttuðu menn sig þó á því að fuglamir geta borist alla þessa leið á eigin vængjum (sjá t.d. Alexander og Fitter 1955). Robbins (1980) sýndi þessu máli mikinn áhuga og mat hvaða tölfræðilegar líkur væru á því að ýmsar tegundir amerískra spörfugla bærust austur yfír Atlantshaf. Hann reiknaði út stuðul fyrir allmargar tegundir sem átti að gefa til kynna líkumar á því að þær sæjust í Evrópu. Við útreikningana tók hann tillit til ýmissa þátta, eins og vestur-austur farstefnu að hausti, lengdar farflugs, líkamsþyngdar og hversu margir fuglar höfðu sést á ákveðn- um strandstöðvum á austurströnd Banda- ríkjanna. Hann setti fram tvo lista, annars vegar með tegundum sem sést höfðu á Bretlandseyjum á árabilinu 1947-1976 og hins vegar tegundum sem ekki sáust á þessu árabili en ættu samkvæmt líkinda- stuðli möguleika á að hrekjast austur yfír Atlantshaf. Þetta eru mjög áhugaverðir listar og er óspart til þeirra vitnað í eftirfarandi umfjöllun. í þessari grein er minnst á 32 skríkju- tegundir. í íslenskum ritum um fugla hefur 22 þeirra verið getið áður með íslenskum nöfnum. Því þurftum við að fínna ný heiti á 10 tegundir. TEGUNDASKRÁ Klifurskri'kja (Mniotilta varia) Klifurskrikja (1. mynd) verpur í N- Ameríku austan Klettaljalla, í sunnan verðu Kanada, allt austur til Nýfundna- lands, og suður um Bandaríkin til Texas, 162
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.