Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 56
1. Heimaey, Vestm, 14.-19. september 1988
(<? ad RM9726). - Ævar Petersen (1989),
GP, GÞ & EÓ (1991).
Þama var á ferðinni fullorðinn karlfugl
sem er auðgreindur og engri annarri teg-
und líkur. Hann sást í september eins og
tveir grænlensku fuglanna.
5. mynd. Grænskríkja (Dendroica virens).
Ljósm./photo L. Page Brown/Comell Lab.
of Omithology.
GrænskrIkja (Dendroica virens)
Undirtegundin virens verpur í Kanada frá Alberta í
vestri, austur eftir norðanverðu Manitoba, Ontario og
Quebec til Labrador og Nýfundnalands. Hún nær
suður til norðaustanverðra Bandaríkjanna, frá Minne-
sota austur til strandar, allt suður til New York, síðan
áfram suður eftir Appalachianfjöllum til Alabama og
Georgíu. Undirtegundin waynei hefur takmarkaðri
útbreiðslu en hún er staðbundin í Virginíu, og Norð-
ur- og Suður-Karólínu. Síðamefnda undirteg-undin
fer til vetrarstöðva á Kúbu en hin dvelur á veturna í
Texas, Mið-Ameríku (í austanverðu Mexíkó suður til
Panama) og á Stóru-Antillaeyjum. Farleiðir liggja
yfir Mexíkóflóa. Varpstöðvar grænskríkju (5. mynd)
eru barrskógar norðursins en hún er þó einnig algeng i
laufskógum. Hún heldur sig gjaman efst í hávöxnum
trjám og sést því oft lítið til hennar. Auðþekktur
söngurinn gefur hins vegar nærveru hennar glöggt til
kynna. Hún gerir sér hreiður í trjám, allt ífá jörðu og
upp í um 20 m hæð.
Grænskríkja hefur fundist þrisvar á Grænlandi,
árið 1853, haustið 1933 og í september 1949
(Boertmann 1994). Hún var ekki hátt skrifuð hjá
Robbins (1980) og lenti í 29. sæti listans yfir tegundir
sem ekki höfðu sést á Bretlandseyjum, með stuðulinn
0,98. Reyndar hafði hún þá aðeins sést á einum stað
austan Atlantsála, á eynni Helgolandi við Þýskaland á
síðustu öld, eða 19. nóvember 1858 (Alexander og
Fitter 1955). Siðan hefur hún fundist einu sinni hér
við land.
1. Reykjavík (Sundahöfn), 19. september 1984 ($
imm RM8447). Fundin dauð um borð í skipi. -
Ævar Petersen (1985), GP & EÓ (1986).
Reyndar náði þessi fugl aldrei að tylla fæti á
íslenska grund þar sem hann fannst nýdauður um
borð í ms. Bakkafossi við uppskipun í Sundahöfn í
Reykjavík. Það leyndi sér ekki að fuglinn var
nýdauður er hann fannst og því er talið að hann hafi
borist lifandi inn fyrir íslenska lögsögu. Hins vegar er
óljóst hvenær hann lenti á skipinu. Reyndar er talið að
smáfuglar sem lenda á skipum tærist mjög hratt og
drepist nema þeim sé gefið æti (Alexander og Fitter
1955). Það er þó alltént víst að fugl þessi náði ekki
alla lcið til landsins fyrir eigið tilstilli en hefur þó
sennilega flogið Iangleiðina; sjá frekari umfjöllun
Ævars Petersen (1985). Grænskríkja hefur því verið
sett i fiokk D á íslenska fuglalistanum (sjá Gunnlaug
Pétursson 1995) og er því ekki talin með þegar
heildarljöldi skríkja á Islandi er tekinn saman.
6. mynd. Glóskríkja (Dendroica fusca).
Ljósm./photo W. A. Paff/Comell Lab. of
Ornithology.
Glóskríkja (Dendroica fusca)
Glóskríkja (6. mynd) hefur mjög svipaða
varpútbreiðslu og grænskríkja en nær þó
ekki eins langt norður og vestur í Kanada.
Hún verpur frá Saskatchewan og Manitoba
í vestri, austur um botn Jamesflóa og allt til
Nova Scotia, en ekki á Nýfundnalandi. Þá
er hún í norðaustanverðum Bandaríkjun-
um vestur til Minnesota og suður til New
York, auk þess áfram suður eftir Appal-
achianíjöllum allt til Suður-Karólínu og
Georgíu. Vetrarstöðvar eru frá Guatemala
suður um Mið-Ameríku til Frönsku-Guy-
ana, Perú og íjalllendis Kólumbíu og
Venezúela. Glóskríkja er fargestur í
166