Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 57
7. mynd. Daggarskríkja (Dendroica magnolia) á Bakka í A-Landeyjum, í nóvember 1995.
Ljósm./photo Tryggvi Bjamason.
Vestur-Indíum. Hún er fyrst og fremst
barrskógafugl og hefur mest dálæti á þöll
(Tsuga). Karlfuglinn syngur í trjátopp-
unum og hreiðrin eru í barrtrjánum allt
upp í 25 m hæð.
Tegundin hefur tvisvar fundist á Græn-
landi, í september 1953 og um haust ca.
1985 (Boertmann 1994). Robbins (1980)
nefnir tegundina sem hugsanlegan flæking
í Evrópu en hún fékk mjög lágan stuðul í
útreikningum hans. Glóskríkja hafði þá
reyndar sést einu sinni á Bretlandseyjum,
þ.e. 5. október 1961 á eynni Skomer við
suðvesturodda Wales. Hins vegar var það
ekki viðurkennt fyrr en löngu síðar. Síðan
sást hún öðru sinni á Bretlandseyjum 7.
október 1988, á Fair Isle við Hjaltland
(Rogers o.fl. 1990). Glóskríkja hefur sést
einu sinni við Island.
1. Strandagrunn, um 40 sjóm. norðaustur af
Horni (ca 66°50’N, 21°25’V), haust 1987
(9 imm RM9949). Fannst aðframkomin um
borð í togara. Óvíst er hvenær haustsins
fuglinn fannst, en nokkuð ljóst að það hefur
verið annaðhvort dagana 6.-16.9. eða 9.-
19.11. (í fyrstu viku nóvember ríkti suð-
vestan stormur). - Ævar Petersen (1989), GP
& EÓ (1989).
Fuglinn náði reyndar aldrei lífs til
landsins frekar en grænskríkjan sem fjallað
var um hér á undan þar sem hann fannst
örmagna um borð í togara fyrir norðan
land. Hins vegar leikur enginn vafi á því að
hann hefur flogið inn í íslenska landhelgi
þar sem togarinn hafði ekki farið af
íslandsmiðum lengi (sjá einnig Ævar
Petersen 1989).
DaggarsicrIkja (Dendroica magnoua)
Daggarskríkja (7. mynd) hefur svipaða
varpútbreiðslu og grænskríkja í austurhluta
N-Ameríku en er útbreiddari í vestur-
hlutanum. Hún verpur syðst í Kanada frá
Bresku-Kólumbíu austur til Nýfundna-
lands. I austurhluta N-Ameríku nær varp-
útbreiðslan suður í Vestur-Virginíu en
ekki eins langt suður í vesturhlutanum.
Vetrarstöðvarnar eru í Mið-Ameríku, frá
suðurhluta Mexíkó suður til Nicaragua
(jafnvel suður í Panama), en einnig í
167