Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 64
fuglar, gátu vel borist yfir Atlantshafíð.
Bjami Sæmundsson var ekki í vafa þegar
hann skifaði Fuglana (1936) og taldi að
„Bláguli barrsöngvarinn“ (þ.e. fléttu-
skríkjan) frá 1913 hefði borist hingað til
lands af sjálfsdáðum, enda hefðu einar 10
tegundir „barrsöngvara" (þ.e. skríkja) sést
á Grænlandi. Það voru einmitt fjölmargar
skríkjur sem sést höfðu á S-Grænlandi,
einkum á síðustu öld, sem renndu stoðum
undir þá skoðun að skríkjur gætu flogið til
Evrópu, a.m.k. til Islands.
Aukna tíðni skríkja austan Atlantshafs á
síðustu áratugum má rekja til fjölgunar
fuglaáhugamanna, jafnt á Bretlandseyjum
sem annars staðar. Það hefur þó sannast að
skríkjur berast yfir hafið í mismiklum mæli
eftir árum. Til dæmis sáust 15 fuglar
haustið 1976 (þar af 14 fuglar í október),
14 fuglar haustið 1985 (þar af 10 í október)
og 14 fuglar haustið 1995 (þar af 12 í
október), en einungis einn fugl haustið
1981 og einn haustið 1986. Menn hafa
tengt komur þessara fugla við fellibylji eða
sterka suðvestlæga eða vestlæga vinda,
enda fuglamir komnir langt út af hefð-
bundnum farleiðum (sjá m.a. Elkins
1979).
Aukin tíðni á einnig rætur að rekja til
þess að fúglaskoðarar vita núorðið hvar og
hvenær skríkja er að vænta. Scilly-eyjar
undan SV-Englandi em löngu orðnar
frægar meðal breskra fuglaskoðara sem
flykkjast þangað í október, m.a. í von um
að sjá þó ekki væri nema eina skríkju.
Mjög margar skríkjur hafa einmitt sést á
eyjum (14. mynd). Þrettán hafa sést á Cape
Clear-eyju við írland (54% af fuglum þar í
landi), 38 fuglar hafa sést á Scilly-eyjum
við Bretland (38%) og allmargar flciri á
öðmm eyjum þar, s.s Lundy (3), Fair Isle
(5), Mön (2), Orkneyjum (3), Hjaltlandi
(7) og Suðureyjum (3), þannig að 61%
fugla í Bretlandi hafa sést á eyjum. Af 33
fuglum á íslandi hafa 9 sést á Heimaey
(28%). Allir fímm fuglamir í Frakklandi
sáust á Ouessant-eyju við Bretagne-
skagann. Sá eini í Þýskalandi sást á eynni
Helgolandi, og aðrir staðir þar sem
skrikjur hafa sést í Evrópu eru eyjar,
Færeyjar, Asoreyjar og Ermarsundseyjar.
Skríkjur hafa fundist í Evrópu alla daga
frá 24. september til 5. nóvember, nema
15. október. Flestar hafa fundist í fyrstu
tveimur vikunum í október (59 fuglar), og
bestu dagamir em 7. október (9 íuglar),
13. október (8 fuglar) og 10. október (7
fuglar).
AÐRARTEGUNDIR
Hér verður lauslega minnst á þær tegundir
skríkja sem ekki hafa sést hér á landi, en hafa
fúndist annars staðar í Evrópu til og með
1995. Margar þeirra hafa einungis fúndist
einu sinni, en fáeinar hafa þó sést þar alloft og
em líklegir flækingar hér.
Gullskrílg'a (Vermivora chrysoptera)
hefúr einu sinni sést í Evrópu, á Kent á
Englandi, frá síðari hluta janúar til apríl-
byrjunar 1989. Þessi fúgl vakti geysilega
athygli og dag einn skömmu eftir að hann
sást fyrst komu um 3000 manns til að sjá
hann (Rogers o.fl. 1990, Doherty 1992).
Þessi tegund er ólíklegur flækingur til
Evrópu, enda minnist Robbins (1980) ekki á
hana.
Gulskríkja (Dendroica petechia) hefur sést
fimm sinnum í Evrópu til og með 1995, í
Wales í ágúst 1964, á Hjaltlandi í nóvember
1990, á Orkneyjum í ágúst 1992 (Harber o.fl.
1965, Rogers o.fl. 1991, 1993) og tvær á
írlandi, báðar í október 1995 (Smiddy &
O’Sullivan 1996). Robbins (1980) gafþessari
tegund stuðulinn 2,43 sem er hærra
en fyrir klifúrskríkju. Af þessum fimm
fúglum í Evrópu fúndust tveir fuglanna
norður á Hjaltlandi og Orkneyjum. Gul-
skrikja er því sennilega lfemur líklegur
flækingur hér.
Skógarskríkja (Dendroica pensylvanica)
hefur sést tvisvar í Evrópu, á Hjaltlandi í maí
1986 og í Devon á Englandi í október 1995
(Rogers o.fl. 1988, 1996, Peacock 1993).
Robbins (1980) minnist ekki á þessa tegund.
Grænskríkja (Dendroica virens). Sjá
umfjöllun um tegundina hér á undan.
Flóaskríkja (Dendroica tigrina) hefúr sést
einu sinni í Evrópu, í Skotlandi í júní 1977
174