Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 72
vafasamt að ganga út frá því að sömu líffræðilegu forsendumar liggi að baki samspili urriða og murtu annars vegar og sílableikju og homsíla hins vegar. Hér koma m.a. til tegundabundnir þættir eins og ólík stærð, frjósemi, atferli og búsvæðaval. Kenning Össurar um slæm áhrif vatns- miðlunar, þ.e. lágrar vatnsstöðu, á hrygningar- stöðvar urriðans á gmnnu vatni er ekki sannfærandi m.t.t. tiltækra gagna. Benda má á að náttúruleg árleg vatnsborðssveifla í Þingvallavatni fyrir virkjun var litlu sem engu minni en eftir virkjun. Sveiflumunstrið var einnig hið sama, þ.e. mest var í vatninu á haustin en minnst á sumrin. Um áhrif þykkra ísalaga á grunna hrygningarslóð er það að segja að hafi urriðinn hrygnt fyrir virkjun á svo gmnnu vatni í flæðarmálinu að „efri hluti sporðsins og bakuggans stóð upp úr“, eins og sögur fara af í víkunum í Nesjahrauni, þá er ljóst að hafi mara íss á annað borð hvílt þar ofan á ættu hrognin að hafa kramist undan þunganum, rétt eins og Össur telur að hafi átt sér stað á grunnu vatni eftir virkjun. Kenning Össurar um að lægð í murtuveiði eftir virkjun megi að töluverðu leyti rekja til ijölgunar smárra fiska vegna skorts á grisjunaráhrifum urriðans er heldur ekki sannfærandi. Til dæmis er vel þekkt að lægðir voru í murtuveiði fyrir virkjunina og virðast þær í engu frábrugðnar lægðunum eftir virkjun. Það sem breytist hins vegar með vissu yfir allt tímabilið eru aflatoppamir, sem aukast stöðugt í takt við aukna veiðisókn og er aflinn orðinn tvöfalt meiri að jafnaði eftir virkjun en fyrir hana. Urriðadans Össurar er á heildina litið skemmtileg og vönduð bók og höfðar tvímæla- Iaust til náttúruunnenda almennt, en ekki veiði- manna einvörðungu. Koma hefði mátt í veg fyrir nokkur vistfræðileg hliðarspor með yfirlestri fiskifræðinga sem gerst hafa rann- sakað lífríki Þingvallavatns, sumir um áratuga- skeið, en til þeirra virðist Össur ekki hafa leitað. Það er reyndar undarlegt því að margt það sem Össur fjallar um og snýr að fiskunum í vatninu er byggt á rannsóknaniðurstöðum þeirra. Nafna fiskifræðinganna er þó hvergi getið í megintexta eða heimildum. Að þessu og hliðarsporunum gleymdum stendur uppi ágætt meginefni og boðskapur Urriðadansins; fróðleg náttúrusaga af fyrrum stórurriða og vamaðar- orð gagnvart álíka umhverfisslysi og átti sér stað við virkjun Efra-Sogsins. Megi ósk Össurar um opnun Efra-Sogsins og endurheimt lífríkisins og stórurriðans rætast sem fyrst. Dr. HilmarJ. Malmquist líffræðingur. 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.