Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 76
/ / //////////////////////////
////////////////////////////
Regnvatn tekur í sig kolsýru úr and-
rúmsloftinu og við það verður það örlítið
súrt.
Vatn sígur niður í gegnum lífrænan
jarðveg, tekur í sig kolsýru frá rotnandi
jurtaleifum og súmar frekar.
Súra vatnið leysir upp bergmylsnu. Það
leiðir til þess að ýmsar veðrunarsteindir
myndast, vatnið verður basískara og
styrkur uppleystra efna í því vex.
Vatnið flytur burtu með sér hin uppleystu
efni niður í grunnvatn og út í ár.
3. mynd. Jarðvegur myndast oftast við veðrun á malarþekju sem hylur berggrunninn. Þessi
malarþekja hefur myndast við niðurbrot berggrunns á staðnum eða hún er aðflutt með
jöklum, vatni eða vindum. í dæmigerðu jarðvegssniði, eins og hér er sýnt, erþunnt lag efst,
auðugt af jurtaleifum - mold (humus). Undir því er jarðvegurinn að mestu úr
veðrunarsteindum. Ofantil er jarðvegsvatnið fremur súrt vegna kolsýru sem það hefur nælt
sér í úr andrúmsloftinu eða frá rotnandi jurtaleifum í moldinni. Eftir því sem hið súra vatn
sígur lengra niður hvarfastþað frekar við steinefni í jarðveginum. Við það eyðist sýran og
pH vatnsins hækkar. Það Ieiðir oft til þess að vatnið mettast af ýmsum veðrunarsteindum
sem þá taka að myndast við útfellingu.
samræmi við þetta væri við því að búast að
heildarumfang efnahvarfaveðrunar væri í
réttu hlutfalli við stærð lífrænnar jarðvegs-
hulu. Ef jarðvegur eyddist drægi úr
efnahvarfaveðrun og öfugt.
Efnahvarfaveðrun leiðir til uppleysingar
kalsíums og magnesíums úr því bergi sem
er að veðrast og flutnings þessara efna til
sjávar með fallvötnum. Sjórinn er mettað
ur kalki. Þegar kalsíum og magnesíum
berast til sjávar með straumvatni mynda
þau kalk og taka þannig karbónat úr
sjónum. Brottnám karbónats úr sjónum
leiðir aftur til þess að hann tekur í sig
kolsýru úr andrúmsloftinu. A þennan hátt
getur aukinn hraði efnahvarfaveðrunar
valdið lækkun á styrk kolsýru í andrúms-
lofti og þannig kaldara veðurfari (nei-
kvæðum gróðurhúsaáhrifum). Kólnun
veldur svo aftur versnandi skilyrðum fyrir
186