Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 79
6. mynd. Gifshraukar í köldum hveraleir í Efri-Hveradal á Krísuvíkursvæði. Mynd: Stefán
Arnórsson.
Gifsið er stundum svolítið rauðlitað af
hematíti og einstaka sinnum grænt af
kopar. Leirinn, ókristallaði kísillinn og
anatasið verður ekki greint nema með
röntgen-bylgjubrotsmælingum. Ef leirinn
er hvítur má gera ráð fyrir að hann sé
auðugur af kaólíníti, en brúnn eða dökkur
leir er líklegur til að vera auðugur af
smektíti.
Oft má sjá bronslitaða slikju eða skán
með málmgljáa ofan á leir í leirhverum og
samskonar skán ofan á leirugu vatni. Þetta
efni er brennisteinskís. í Austurengjahver
á Krísuvíkursvæði og leirpyttum norður af
honum er slík skán áberandi (7. mynd).
Hún breytist stundum í froðu sem flýtur
ofan á vatninu. Brennisteinskís hefur
eðlisþyngd nálægt 5 og þess vegna ekki við
því að búast að hann fljóti á vatni eins og
raunin er. Orsakarinnar er líklegast að leita
í örsmáum loftbólum vetnis sem loða við
brennisteinskísinn. Þetta vetni myndast
þegar brennisteinsvetni í gufunni og járn í
vatninu bindast og mynda brennisteinskís
samkvæmt eftirfarandi efnahvarfí:
(3) Fe+2 + 2H2S = FeS2 + 2H+ + H2
brennisteinskís
í hveraleir frá Krísuvík hafa fundist tvær
koparsteindir, langít, sem er koparsúlfat,
og kóvellít, sem er koparsúlfíð (Stefán
Arnórsson 1969). Kóvellít hefur einnig
fundist í Námatjalli. Þegar langít fannst
fyrst í Krísuvík fyrir rniðja síðustu öld var
það nefnt krísuvigít. Seinni athuganir
sýndu að hór var unt að ræða kopar-
steindina langít.
Kóvellít er auðþekkt á svarbláum lit. Það
finnst innan um hreinan brennistein. Þar
sem kóvellít er að finna í brennisteini slær
stundum á hann grænleitum blæ úr
fjarlægð séð. Langít er einnig auðþekkt.
Það finnst í gifshraukum. Á yfirborði er
það að sjá sem svargrænar klessur en
verður ljósgrænt í fersku brotsári.
Hveraleir hefur verið notaður nokkuð
hér á landi til leirmunagerðar. Hann er þó
ekki hentugt hráefni vegna þess hve mis-
leitur hann er og i litlu magni á hverjum
stað. Ef brennisteinn er í leirnum myndast
189