Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 81
Ummyndun nær yfírleitt til
lítils hluta bergs. Mestur hluti
þess er ferskur. Ummyndunar-
steindir er aðeins að finna næst
sprungum og öðrum glufum í
berginu, svo og sem holu-
fyllingar. Berggerðin hefur
mikil áhrif á umfang ummynd-
unar. Þannig getur þéttur
miðhluti hraunlaga verið nán-
ast ferskur meðan gjallkarginn
efst í laginu er mikið ummynd-
aður og holufylltur (10. mynd).
Það sem mestu ræður hér um
er að grunnvatn, sem er
hvatinn að allri ummyndun, á
greiðari aðgang að berginu í
gjallkarganum. Þar er snerti-
flöturinn milli vatns og bergs
margfalt meiri en í heilsteypt-
um miðhluta hraunsins. Auk
stærðar snertiflatar milli vatns
og bergs er magn ummyndun-
arsteinda háð því hverjar
frumsteindir bergsins eru,
hitastigi vatnsins og hversu
lengi ummyndunin hefur verið
í gangi.
Ummyndun er jafnan lítil
sem engin ef hiti er lágur en
hún eykst með hækkandi hita.
Þetta sést best af því að ung
jarðlög eru fersk, þ.e. ekki um-
mynduð, en eldri jarðlög, sem
hafa grafíst dýpra og því náð að
hitna meira eftir að þau
mynduðust, eru hins vegar
meira ummynduð.
Ummyndunarsteindir sem
mynda holufyllingar eru al-
gengar hér á landi. Áberandi
eru ýmsar kísilsteindir, eins og
kvars og kalsedón, sömuleiðs
kalk eða silfurberg (kalsít). En
þekktastar eru holufyllingar af
margskonar séólítum (geisla-
steinum). Aðrar steindir sem
oft mynda holufyllingar eru
seladónít, sem er dökkgræn
leirsteind, apófyllít, klórít og
8. mynd. Holufyllt ólivín-basalt. Myndin er tekin af
bjargi niður í fjöru í Botnsvogi í Hvalfirði. Holu-
fyllingamar eru af tomsóníti. Bergið er að mestu holu-
fyllt. Blöðrumar, sem holufyllingamar hafa myndast í,
eru flestar nokkuð stórar (1-2 cm) og ílangar. Þó er hluti
bergsins með smærri blöðmm og nokkmn veginn
kúlulaga. Mynd: Stefán Amórsson.
9. mynd. Ummyndað ólivín-basalt skammt innan við
Sandfell í Kjós. Ólivín, sem er algeng fmmsteind í
basalti, ummyndast auðveldlega. I stað ólivínsins koma
ýmsar ummyndunarsteindir. Má þar nefna serpentínít,
smektít og járnoxíð. Tvær þær fyrmefndu em léttari í
sér en ólivínið - rúmmálsfrekari. Myndun þeirra spennir
bergið út og smákvamar það, gerir það laust í sér -
morkið - og leiðir til áivalra veðmnarforma. Þetta ferli er
sambærilegt við frostveðmn sem verður þegar vatn í
spmngum og glufum í bergi frýs. A miðri myndinni og
einnig neðst á henni má sjá dökka steina. Þar hefur
frostveðrun molað veðrunarkápuna af morknu berginu
og sést þar að það er nær svart á lit. Bergmylsnan
umhverfis steina ogklappir er niðurmolað basalt. Mynd:
Stefán Arnórsson.
191