Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 90

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 90
Walker (1963) taldi að þessi innskot væru hitagjafinn fyrir hið forna háhitasvæði sem ummynduninni olli. í öðrum megineldstöðvum, eins og Set- bergseldstöðinni á norðanverðu Snæfells- nesi, virðist oft mega tengja magn ummyndunar við einstök grunnstæð smá- innskot fremur en stórt innskot í rótum megineldstöðvarinnar. Þannig er berg oft mjög ummyndað í næsta nágrenni keilu- ganga, sérstaklega fyrir ofan þá (17. mynd). Keilugangar myndast yfir kviku- hólfum við að kvikan þrýstir á bergið fyrir ofan og myndar bogadregnar sprungur sem gjarnan hallar 20-40° út frá innskotinu sem hún leitar svo upp í (18. mynd). Þegar kvika, sem myndar keiluganga, leitar inn í vatnsósa jarðlög er ekki erfítt að ímynda sér hvernig hún hitar grunnvatnið næst sér og þó sérstaklega fyrir ofan, vegna þess að upphitaða vatnið, sem ummynduninni veldur, hefur tilhneigingu til að leita upp á við. Þegar ummyndunarstcindir falla út úr vatni lokast gjaman inni í þeim örlítið vatn sem myndar bólur, svonefndar vökvabólur, þegar steindin kólnar niður fyrir það hitastig sem hún myndaðist við. Með því að gera þunnsneið af bergi mcð ummyndunar- steindum má skoða þessar bólur í smásjá. Með sérstökum búnaði má liita þunnsneið- ina upp og fylgjast mcð því hvenær tiltekin vökvabóla hverfúr. Það hitastig sem hún hverfúr við svarar til myndunarhita þess hluta steindarinnar sem umlykur bóluna. Á Laugarnessvæði í Reykjavík, sem er lághitasvæði, er að fínna ummyndunar- steindir, eins og epídót, sem bendir til meira en 200°C hita. í borholum á svæðinu mælist hins vegar yfírleitt um 130°C og mest rúmar 160°C á 3000 metra dýpi. Vökvabólur í kvarsi á sama svæði sýna að myndunarhiti þess liggur á bilinu 150-250°C. Því virðist ljóst, bæði af vökvabólunum og epídótinu, að Laugar- nessvæðið er fornt háhitasvæði sem hefur kólnað verulega og brcyst við það yfír í lághitasvæði. Þess má geta að bólur í kalsíti gefa aðra niðurstöðu um myndunar- hita en kvarsið, eða svipað hitastig og mælist í svæðinu í dag. Kalsít er þeim mun leysanlegra í vatni sem hitinn er lægri. Þess vegna má búast við að gamalt kalsít hafí leyst upp þegar Laugarnessvæðið var að kólna niður og að kalsítið í svæðinu sé ungt, þ.e. myndað við þær hitaaðstæður sem nú ríkja. Gagnstætt kalsíti minnkar leysni kvars með lækkandi hita. Við kólnun jarðhitakerfísins leysist það kvars sem myndast hefur því ekki upp og vökva- bólur í kvarsinu hljóta að sýna dreifíngu í myndunarhita kvarsins frá þvi hitastigi sem nú rikir upp í hæsta hita sem rikt hefur í jarðhitakerfinu. ■ BREYTINGAR MEÐ TÍMA Öll hraunlög sem eru ummynduð og nú sjást á yfírborði jarðar eiga sér sögu hitunar og síðari kólnunar. Ferging hraunlags innan gosbeltis veldur hitun lagsins í ákveðinn tíma, en rek þess út úrgosbeltinu og síðan rof leiða aftur til kólnunar þess. Þegar berg ummyndast eru þær steindir oft mest áberandi sem urðu til þegar hitinn var hæstur. Það stafar af því að mest myndast af ummyndunarsteindum þegar hiti er hæstur vegna þess að efnahvörf, þ.e. ummyndun, ganga því hraðar íyrir sig sem hiti er hærri. Þó varðveitast einhveijar ummyndundar- steindir sem hafa myndast meðan á hitun stóð og aðrar mcðan bergið var að kólna. Ummyndun bergs á Islandi má skipta í tvennt, annars vegar háhitaummyndun umhverfís innskot og hins vegar svæðis- bundna ummyndun jarðlagastaflans vegna fergingar. Þegar jarðlög fergjast hitna þau vegna þess að hiti vex með dýpi í jarð- skorpunni. Hilunin örvar efnahvörf milli vatns og bergs. Þannig eru þau jarðlög sem dýpst hafa grafíst og mest hitnað mest ummynduð. Á íslandi er hitastigull hæstur innan gosbeltanna. Því veldur kvika sem streymir upp í skorpuna úr möttli. Þegar jarð- myndanir rekur út úr gosbeltunum kólna þær smám saman niður. Einnig verður kólnun við rof vegna þess að við það færast dýpri jarðlög nær yfirborði. Þannig á hvcrt gamalt 200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.