Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 93

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 93
FYRSTA ÍSLENSKA MOSAFLORAN Bergþór Jóhannsson: ÍSLENSKIR MOSAR I-IX. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 12, 13, 15, 16, 19, 20,21,22, 24, 26 og 27. Reykjavík 1989-1995. Ef kenna ætti land vort við eitthvert gróðurlag eða plöntuflokk væri „Mosa- land“ áreiðanlega best viðeigandi. Ovíða á jarðríki mun mosinn vera eins áberandi og hérlendis, einkum þó um sunnan- og vestanvert landið þar sem loftslagið er hafrænast. Þar eru margra ferkílómetra svæði þakin af mosateppi eða mosaþembu og vart verður stungið svo niður fæti á þeim slóðum að ekki verði einhver mosagróður fyrir. Ef allur mosagróður hyrfi af landinu væri gróðurlendi þess víða flakandi sár. Þó mosinn sé ekki stórvaxinn mildar hann hrjúfa ásýnd landsins og þar sem mikið er af mosa er landið sígrænt, jafnvel grænna vetur en sumar. Það sannast hins vegar á mosanum að menn virða það minnst er þeir hafa mest af og þurfa ekkert fyrir að hafa, enda hefur mosinn víst aldrei verið í miklu áliti meðal Islendinga. Menn höfðu líka fremur litlar nytjar af honum miðað við aðra plöntu- flokka og nú er hann mörgum garðeiganda til ama. I því Ijósi er það skiljanlegt að við eignuðumst ekki mosafræðing fyrr en nokkru eftir miðja 20. öldina og nú fyrst er íslenska þjóðin að eignast sína fyrstu mosaflórubók sem hann er að semja. Hér er að sjálfsögðu átt við Bergþór Jóhannsson sem er upprunninn í Bjamarfirði á Ströndum og nam sín fræði í Þýskalandi á sjötta áratugnum. Um nokkurra ára skeið vorum við skólafélagar í háskólabænum Göttingen í Neðra-Saxlandi og hrifumst þá báðir af fegurð og Qölbreytni mosanna og tókum að fást við að safna þeim og nafngreina þá. Örlögin ætluðu þó aðeins öðrum okkar að verða mosafræðingur og þau völdu Bergþór til þess. Þar held ég að þau hafi valið rétt. Árið 1959 hófst Bergþór handa fyrir alvöru að rannsaka mosaflóru Islands á eigin spýtur og má víst segja að síðan hafi hann ekki litið upp úr því verkefni, ef undan er skilið tveggja ára hlé 1987-88 er hann fékkst aðallega við greiningu íslenskra undafífla og ritaði um þá. Á þessum árum var dagstofan á heimili Bergþórs jafnframt rannsóknastofa hans. Þar sat hann oftast yfír smásjánni og mosasýni um öll borð og bekki þegar ég heimsótti hann. Árið 1964 lagði Bergþór fram prófritgerð um islenska haddmosa (Polytrichaceae) við háskólann í Osló og tók kandídatspróf þaðan. Sama ár var hann ráðinn sérfræðingur að Náttúrufræði- stofnun íslands og fíutti þá aðstöðu sína þangað. Af ný/um bókum Um það leyti byrjaði hann að semja nákvæmar lýsingar á íslenskum mosa- tegundum og teikna myndir eftir smásjár- sýnum af hinum ýmsu líffærum þeirra. Það var þó ekki fyrr en cftir „undafíflafríið“ að sú ákvörðun var tekin að búa þessar lýsingar til prentunar og stefna að útgáfu íslenskrar mosaflóru í heftum í líkingu við þau sem hann hafði skrifað um undafiflana. Kom fyrsta heftið út árið 1989 og fjallaði um barnamosa (Sphagnum). í inngangi heftisins segir hann: „Ýmislegt hefur verið ritað um íslenska mosa cn engin íslensk mosaflóra er þó til cnn. Líta má á þetta rit sem upphaf tilraunar til að setja saman íslenska mosaflóru. Ætlunin er að birta hana smám saman í hlutum og verður þá birt það sem tilbúið er hverju sinni þótt ekki sé í flokkunarfræðilegri röð. Erfíðustu ættir og ættkvíslir verða látnar mæta afgangi.“ Um áramótin 1995-96 voru komin út 11 hefti af mosaflórunni, samtals um 1060 bls. Stærsta heftið (160 bls.) um hnokk- 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.