Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 98
Stjórnarkjör
Ur stjóm áttu að ganga formaður félagsins,
Freysteinn Sigurðsson, og þau Þóra Elín
Guðjónsdóttir og Ingólfur Einarsson. Frey-
steinn og Þóra Elin gáfu kost á sér til
endurkjörs, en Ingólfur baðst undan endur-
kjöri eftir langa setu í stjóm HÍN. í hans stað
stakk stjóm HÍN upp á Kristni Albertssyni,
jarðfræðingi. Voru þau öll kjörin einróma.
Að tillögu stjórnar vora varamenn í stjórn
endurkjömir, þeir Helgi Guðmundsson og
Hilmar J. Malmquist. Sveinn Olafsson hafði
beðist undan endurkjöri sem endurskoðandi
eftir langt starf. Hann var ekki viðstaddur en
var afhent síðar Surtseyjarbók HIN og
Surtseyjamefndar í þakkarskyni. Endurskoð-
endur vom kjömir að tillögu stjómar Tómas
Einarsson og Kristinn Einarsson en Amór
Þórir Sigfússon sem varaendurskoðandi.
Að loknu stjómarkjöri þakkaði formaður
Ingólfí Einarssyni fyrir frábært starf í þágu
félagsins og afhenti honum skrautritað heið-
ursskjal í þakkarskyni, hið fyrsta sinnar gerð-
ar. Ingólfur er heiðursfélagi HÍN. Hann hefur
verið gjaldkeri félagsins samfellt í 28 ár
(1968-1996) og mun enginn hafa setið eins
lengi í stjóm HIN, nema Bjami Sæmundsson
(1895-1940).
Önnur mál
Fjórar tillögur til ályktunar vom lagðar fram
frá stjóm HIN. Fengu þær góðar undirtektir
og eftir stuttar umræður voru þær allar
samþykktar með lítils háttar breytingu á einni
þeirra. Þær hljóða svo:
1) Um Þingvallavatn, friðland:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags, haldinn 17. febrúar 1996 í Reykja-
vík, hvetur hlutaðeigandi stjómvöld til að
láta fara fram í tæka tíð fyrir 1000 ára
afmæli kristnitökunnar á Islandi á Þing-
völlum könnun og kortlagningu náttúm-
fars (jarðfræði, gróðurfar, vatnafar) í Þing-
vallasveit og á vatnasviði Þingvallavatns
með viðeigandi útgáfu korta og upplýs-
ingarita.“
2) Um Þingvallavatn, friðland:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags, haldinn 17. febrúar 1996 í Reykja-
vík, beinir þeim tilmælum til hlutað-
eigandi stjómvalda, að umhverfi Þingvalla
og vatnasvið Þingvallavatns verði skipu-
lagt og friðað á viðeigandi hátt (t.d. með
því að lýsa það friðland) í tæka tíð fyrir
1000 ára afmæli kristnitökunnar á Þing-
völlum. Jafnframt verði komið á viðeig-
andi vöktun lífríkis Þingvallavatns í
framhaldi af undangengnum rannsókn-
um.“
3) Um náttúrufræðisafn í Reykjavík:
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags, haldinn 17. febrúar 1996 í Reykja-
vík, hvetur borgarstjóm Reykjavíkur,
ríkisstjóm Islands og Háskóla Islands til
að heíja aftur hið fyrsta viðræður um að
koma upp viðunandi aðstöðu fyrir náttúru-
fræðisýningar og náttúmgripasafn í
Reykjavík. I því sambandi skal minnt á
fyrri áætlanir um Náttúmhús í Vatnsmýr-
inni, þar sem byrjað er að grafa fyrir bygg-
ingum fyrir náttúmfræðigreinar við Há-
skólann.“
4) Um uppbyggingu ferðamannaþjónustu á
miðhálendi íslands:
„Aðalfundur Hins islenska náttúmfræði-
félags, haldinn 17. febrúar 1996 í Reykja-
vik, varar við hættu þeirri á umhverfis-
spjöllum sem stafað getur af stórfelldri
uppbyggingu ferðamannaþjónustu á nátt-
úruvinjum á miðhálendi Islands. Bent er í
því sambandi þess í stað á staðsetningu
slíkrar þjónustu í næstliggjandi byggðum
og á samgöngubætur. Jafnframt er vakin
athygli á þörf þess að móta sem fyrst opin-
bera og samræmda heildarstefnu um þessi
mál sem felld verði inn í heildarskipulag
miðhálendisins. Varðandi þjónustu við
ferðamenn á miðhálendinu skal bent á
hefðarrétt þeirra sem um áratuga skeið
hafa með ómældri fyrirhöfn og umhyggju
greitt fyrir aðgangi almennings og um-
gengni við náttúru miðhálendisins, og þó
jafnan gætt þess að valda sem minnstum
spjöllum á náttúrunni og hinu náttúrulega
umhverfi.“
Stutt greinargerð fylgdi hverri ályktunar-
tillögu.
Fleiri mál voru ekki á dagskrá né til
umræðu. Formaður þakkaði starfsmönnum
fúndarins og starfsmönnum félagsins vel
unnin störf og sleit fundi.