Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 101
var á kríuvarp og Bjömsstein. Þar var Skúli
kvaddur með virktum, og svo ekið inn nesið
að norðan. Áfangi var í Ólafsvík, litið upp í
Búlandshöfða og hádegishlé gert við Kirkju-
fellsá í Gmndarfirði. Áfram var ekið gegnum
Setbergseldstöðina, rennt niður í Stykkis-
hólm, litið á berggangaskara í Álftafirði og
haldið inn Skógarströnd á Heydalsveg. Þar
var komin rigning og var því kaffihlé ekki
tekið fyrr en í Barnaborgarhrauni. Áfangi var
svo í Borgarnesi og komið til Reykjavíkur um
kl. 20 um köldið. Ferðin þótti takast einstak-
lega vel. Fararstjórar vom Guttormur Sig-
bjarnarson og Freysteinn Sigurðsson. Þátt-
takendur vom 21 lalsins.
LANGA FERÐIN í HORNAFJÖRÐ
Langa ferðin var þessu sinni farin austur í
Öræfi og Homafjörð 28.-30. júlí. Leiðsögu-
menn vom Guðmundur Ómar Friðleifsson,
jarðfræðingur, Hálfdán Bjömsson á Kvískerj-
um (laugardaginn 29. júlí) og Bjöm G. Áma-
son, safnvörður sem leiðsagði um safnið á
Höfn. Auk þess leiðsögðu fararstjórar þegar
við átti.
Föstudag 28. júlí var lagt upp frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 9 og ekið sem leið lá austur
Suðurland. Vegna hlaups í Skaftá (26.-27.
júlí) var farið Fjallabak, því að hætta hafði
verið á áflæði á leiðina á Landmannaleið.
Veður var gott þennan dag, þó dumbungur
væri í Reykjavík, lofthiti 10-15°C, mishæg
suðvestanátt, skúrir á Suðvesturlandi og um
kvöldið, en bjart á Fjallabaki. Áfangi var á
Hvolsvelli, hádegishlé á Bólstað á Einhyrn-
ingsmörk, kaffíhlé við Eldvatn í Skaftár-
tungu, áfangi á Skaftafelli og komið um
kvöldið að Hofi, þar sem gist var í tjöldum,
skólahúsi og bændagistingu. Staldrað var á
leiðinni við Markarfljótsgljúfur að austan
(Hólmsárgljúfur) og Eldvatn hjá Ásum, þar
sem Skaftárhlaupið var enn í gangi. Sumir
skoðuðu sig um á Hofi um kvöldið.
Laugardaginn 29. júlí var lagt upp um kl. 9
og farið í Hornafjörð og aftur að Hofí um
kvöldið. Ferðaveður var hið besta, lofthiti
12-15°C, austan gola og hægviðri, skýjað en
þurrt. Svo kyrrt var síðdegis í Skógey að
logað hefði á kerti. Áfangi var við Jökuls-
árlón, hádegishlé við Geitafell, áfangi á Höfn
og kaffíhlé í Skógey í Hornafjarðarfljótum.
Staldrað var við Kvíárjökul og skoðaðir
jökulgarðar, við Jökulsárlón, við Geitafell inn
af Hoffelli og litið á sérlega auðsæja innviði
fomrar megineldstöðvar, skoðað byggða-
safnið á Höfn en þar er allgott safn náttúru-
muna auk góðra þjóðlegra muna, farið út í
Skógey og litið yfir landgræðslu og rakin
uppblásturssaga auranna, litið á gróður á
Kvískerjum, en um kvöldið skoðuðu margir
sig um á Hofi í góðviðrinu, litu inn í torf-
kirkjuna sem þar er og fleira.
Sunnudaginn 30. júlí var lagt upp um kl. 10
og farin Landmannaleið suður. Veður var
skaplegt, lofthiti yfir 10°C, austlæg gjóla eða
hægviðri, fjallaþoka en annars sæmilega
bjart, regndembur í Reykjavík. Áfangi var á
Klaustri, hádegishlé í Hólaskjóli við Syðri-
Ófæm, áfangi í Landmannalaugum og kaffí-
hlé í Rangárbotnum. Staldrað var auk þess á
Herðubreiðarhálsi og við Ljótapoll. Ferðin
reyndist að dómi þátttakenda árangursrík og
hin ánægjulegasta. Fararstjórar vom Frey-
steinn Sigurðsson og Guttonnur Sigbjamar-
son. Þáttakendur vom 38 talsins.
Hekluferð
Farin var ferð að Heklu 18.-20. ágúst í sam-
vinnu við Ferðafélag Islands, í tilefni árbók-
arinar 1995 „Á Hekluslóðum“. Leiðbein-
endur og fararstjórar vom jarðfræðingamir
Ámi Hjartarson (aðalhöfundur árbókarinnar)
og Sigmundur Einarsson. Skiftu þeir stundum
liði, svo að farið var á forvitnilega staði sem
bæði hentuðu léttgengu fólki og treggengu.
Farið var á fostudag 18. ágúst austur i
Landssveit og skoðuð Heklumiðstöðin í Brú-
arlandi en gist var tvær nætur að Laugalandi í
Holtum. Á laugardag, 19. ágúst, var ágætis
veður, hægt og bjart. Gekk þá hluti hópsins
undir leiðsögn Áma á Heklu. Rak á þoku á
fjallsöxlinni en reif af þegar komið var á
tindinn, og sá um alla heima um Suðurland.
Hinn hlutinn skoðaði undir leiðsögn Sig-
mundar gosstöðvar og hraun í Valagjá, á
Lambafit og víðar. Á sunnudaginn, 20. ágúst,
gekk á með skúmm. Fór Ámi með hluta
hópsins upp í Rauðöldur en Sigmundur með
hinn hlutann að Gamla-Næfurholti, um
Hraunteig og að Selsundi. Þótti ferðin takast
mætavel. Þátttakendur voru 28 talsins.
SVEPPA- OG SKÓGARFERÐ
Farin var sveppatínslu- og skógarskoðunar-
ferð upp í Heiðmörk 26. ágúst í samvinnu við
Ferðafélag Islands. Leiðbeinendur voru þcir
211