Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 102
Eiríkur Jónsson, líffræðingur og kennari, og
Vignir Sigurðsson, frá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. Veður var ekki hagstætt, kalsa-
rigning, en ferðin samt fjölmenn og þótti
takast vel. Þátttakendur voru 56 talsins.
■ ÚTGÁFA
Út komu á árinu 3. og 4. hefti af 64. árgangi
Náttúrufræðingsins (fyrir 1994) og 1. og 2.
hefti af 65. árgangi (fyrir 1995) en 3. og 4.
hefti þess árgangs var tilbúið til útgáfu í
árslok. Haldið var áfram breytingum á útliti
tímaritsins og á efni í því, þannig að það yrði
alþýðlegra og enn fleirum aðgengilegt, án
þess þó að slá af kröfum um vísindaleg gæði.
Hafa þessar breytingar hvarvetna mælst vel
fyrir og þykir ritið almennt hafa batnað mjög
á þessu méli. Stjóm HÍN ákvað að ritið skyldi
á næsta ári (1996) koma út í 6 heftum í stað 4,
eins og verið hefur um langa hríð (sem þó
hefur oft verið slegið saman í stærri hefti),
svo að auðveldara verði að koma á framfæri
nýjum og tímabærum fróðleik.
■ ÖNNUR SÝSLAN
Stjóm HÍN veitti umsögn til Náttúruvemdar-
ráðs um vinnslu lausra gosefna (í janúar).
Haldið var áfram könnun á áhuga aðila á
kynningu á fundum og ráðstefnum um
náttúmfræðileg efni. Undirtektar nokkurra
aðila voru mjög góðar og jákvæðar, en því
miður dræmar hjá mun fleirum svo að málið
var lagt til hliðar að sinni. Haldinn var einkar
gagnlegur umræðufundur með umboðs-
mönnum félagsins á höfúðborgarsvæðinu (í
nóvember) um ýmis mál.
212