Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 47
1. mynd. Bleikjugerðirnar í Þingvallavatni. Efst er dvergbleikja þá kuðungableikja, sílableikja og neðst er murta. Sílableikjan er í riðabúningi og því dekkri en hinar. — The Charr morphs of lake Þingvallavatn. The uppermost morph is a dwarf charr then a snail charr, a piscivorous charr and a pelagic charr. (Ljósm./p/ioío Skúli Skúlason) botni, efri kjálkinn skagar fram yfir þann neðri. Ekki er neinn vafi á því að hér er unt að ræða sama fisk og þann sem Bjarni Sæmundsson (1904) kallar netableikju og Árni Friðriksson (1939) nefnir vanalega bleikju. Dvergbleikja (gjámurta) er smár fiskur og virðist halda sig á svipuðum slóðum og kuðungableikja. Hún er mjög dökk á baki og á síðum er hún al- sett gulum eða gylltum flekkjum. Kviðurinn er gulleitur og slær á hann gylltum blæ. Munnlögunin er svipuð og hjá kuðungableikjunni. Þessi lýsing kemur mjög vel heim og saman við lýsingu Bjarna Sæmundssonar (1904) á dvergbleikju, og líklegt er að telja megi svartbleikju Árna Friðrikssonar (1939) til þesarar gerðar. Murtan er langalgengasta bleikjan í vatninu. Lögun og litarfar er dæmigert fyrir uppvatnsfisk (pelagiskan). Bolur og haus eru frekar mjóslegnir og öll er murtan meira straumlínulaga en hinar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.