Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 69
Jóhannes Jóhansen: Landnám á Hjaltlandi Það hefur lengi verið kunnugt, að Hjaltlandseyjar hafa verið byggðar frá örófi alda. Húsatóftir, sem fornfræð- ingar kalla sumar hof, ásamt stein- hleðslum af ýmsu tagi, sýna að fólk hefur tekið sér bólfestu á Hjaltlandi fyrir æva löngu. En hve lengi sú byggð hefur staðið vissi enginn til skamms tíma. Fyrir nokkrum árum fór ég rann- sóknarferð til Hjaltlands. Ætlun mín var að kanna gróðursögu landsins og bera hana sarnan við hina færeysku. Ein af niðurstöðunum var sú, að ég gat ákvarðað aldur á fyrstu búsetu manna á eyjunum. Hún átti sér stað um 3400 árum fyrir Krists burð, eða fyrir nær 5400 árum. Ég hef áður skýrt frá þessu í dönskum og enskum tímaritum og segi því aðeins lauslega frá því hér. Við byggðina Murraster, sem er vestarlega á aðaleyjunni, Mainland, er djúp mýri. Hér hefur áður verið stöðu- vatn, sem hefur fyllst upp smám sam- an og síðan gróið yfir. Ég boraði 5,7 metra niður á botn mýrarinnar. Aldur botnlagsins var 10000 ár, en efsta sýn- ið, sem ég tók, var 500 ára. Tímabilið nær því yfir frá um 8000 árum f. Kr. til um það bil 1500 e. Kr. Síðan var plöntufrjóið greint á hverju 10 cm bili alla leið frá botni og upp eftir, sem sagt allar götur frá lokum ísaldar og fram að 1500. í þúsundir ára var viðarvöxtur á Hjaltlandi, ef til vill ekki beint skógar, þótt mikið væri af björk og víði, hesli- viði og eini. Að líkindum hefur þetta verið kjarrlendi með stærri og minni birkilundum á víð og dreif. Auk þess- ara runna og trjágróðurs uxu þar margar stórvaxnar plöntur, t. d. mjað- arjurt, geithvönn, fjöllaufungur, sætu- rót og stóri burkni. Á skömmum tíma hverfur þessi gróður að nokkru eða öllu leyti. En samtímis kemur ný tegund til eyjanna, græðisúran. Það er margreynt, að hún fylgir ávallt manninum. Orsakir til þessa gróðurbreytinga á Hjaltlandi eru auðsæjar: Fólk og fén- aður hefur numið land á eyjunum. Vissulega eru það ekki mennirnir sjálfir, sem ganga á milli bols og höfuðs á öllum kjarrgróðrinum, held- ur húsdýr þeirra. Einkum á sauðkind- in hér hlut að máli. Á skömmum tíma hefur hún étið upp runna og smærri tré ásamt kjarnbesta jurtagróðrinum. Hún kemur í veg fyrir, að kjarr eða tré geti vaxið upp á nýjan leik, því að hún étur alla sprota um leið og þeir stinga upp kolli. Á einstaka stöðum á Hjalt- landi hefur sauökindin aldrei komist að, og þar má enn sjá hinn upphaflega gróður eyjanna. 2. mynd er úr hólma í stöðuvatninu Clousta, sem er í landnorðurátt frá Murraster. Þangað hafa kindur aldrei komið, og því er hér enn gróskumikill Náttúrufræöingurinn 55(4), bls. 219-224, 1985 219

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.