Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 74
laut það ekki í lægra haldi fyrir ensku
fyrr en á 19. öld. Lifnaðarhættir og
búskapur eyjaskeggja hefur mjög ver-
ið af sama toga og Færeyinga, og raun-
ar okkar líka, fiskveiðar og sauðfjár-
hald, enda bera eyjarnar þess vottinn,
eins og greinin segir frá.
Höfundur greinarinnar um landnám
Hjaltlands, Jóhannes Jóhansen, er
forstöðumaður Náttúrugripasafns
Færeyja. Hann er fæddur á Ströndum í
Færeyjum árið 1937. Hann lauk prófi í
plöntufræðum við háskólann í Kaup-
mannahöfn 1966 og var frjógreining
sérfræði hans. Hann vann við Jarð-
fræðistofnun Danmerkur frá því að
prófi lauk til 1980, þegar hann var
ráðinn að safninu í Færeyjum. Hann
hefur lagt stund á gróðurrannsóknir í
Færeyjum og á Hjaltlandi og rakið
gróðursöguna allt frá lokum ísaldar og
fram að þessu. Um þetta hefur hann
skrifað í Fróðaskaparrit, Árbækur
dönsku Jarðfræðistofnunarinnar, svo
og í New Phytologist.
Hákon Bjarnason