Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 66
~'~K 2. mynd. Fullorðinn hláturmáfur, Höfn í Hornafirði, 7. júlí 1975. — Adult Laughing Gull (Larus atricilla), Höfn í Hornafirði, SE Iceland, 7 July 1975. (Ljósm Jphoto Páll H. Benediktsson). leitir. Með aldrinum lýsast fuglarnir og á þriðja vetri eru þeir komnir í fullorð- insbúning. Fullorðnir fuglar að sumri eru hvítir að neðanverðu með dökk- grátt bak og vængi, nokkru dekkri en á stormmáfi. Ystu handflugfjaðrirnar eru svartar og afturjaðar vængja er hvítur. Höfuð er svart og hvítir baugar eru ofan og neðan augna. Fætur og nef eru dökkrauð að lit. Á vetruna eru fætur og nef dökkleit, og hettan hverf- ur að mestu leyti, en þó eru oftast dökkir flekkir aftan augna og á hnakka. Sléttumáfur (Larus pipixcan) Sléttumáfur er amerísk tegund, sem verpur á sléttum í vestanverðri N-Am- eríku. Vetrarstöðvar hans eru við Kyrrahafsströnd Mið- og S-Ameríku frá Guatemala til Chfle. Farleið sléttu- máfa liggur um vesturhluta Bandaríkj- anna milli Klettafjalla og Mississippi- dals. Sléttumáfar verpa í byggðum í vot- lendi, eins og margir aðrir máfar, og leita fæðu í graslendi og ökrum. Þeir lifa að mestu á skordýrum yfir sumar- tímann. Sléttumáfar eru sjaldséðir á aust- urströnd Bandaríkjanna. Þeir eiga það þó til að flækjast austur yfir Atlantshaf og hafa sést yfir 20 sinnum í nokkrum löndum V-Evrópu. Hér á landi hefur sléttumáfur sést einu sinni: 1. Höfn í Hornafiröi, A-Skaft, 21,—26. sept- ember 1984 (ad). (3. mynd). Gunnlaugur Pétursson & Erling Ólafsson (1986). Fullorðnum sléttumáfum verður tæpast ruglað saman við aðrar máfa- tegundir í Evrópu, nema helst hlátur- máfa. Sléttumáfar eru heldur minni en hettumáfar. Ungfuglar á fyrsta hausti eru gráir á baki með dökkar handflug- fjaðrir, fremur breitt dökkt stélbelti og sérkennilega dökka hettu á hlustar- þökum, hnakka og aftanverðum kolli. Nef er svart og fætur svartir eða rauðbrúnir. Fuglar á fyrsta sumri eru svipaðir, nema hvað þeir eru jafn- grárri á baki og vængjum, dökka svæð- ið á vængendum afmarkaðra og stél oftast án beltis. Sömu sögu er að segja um fugla á öðrum vetri: dökkir væng- endar eru nú enn betur afmarkaðir frá dökkgráu baki og stél er gráleitt, án beltis. Hetta fugla á öðru ári er svipuð og á fyrsta árs fuglum nema dekkri. í fullorðinsbúningi, sem þeir fá á öðru sumri, eru þeir með svarta hettu, en hvítir baugar eru ofan og neðan augna. Bak er dökkgrátt, vængendar hvítir með stórum svörtum flekkjum. Nef er rautt, oft með óljósum dökkum hring. Fætur eru rauðir. Fullorðnir fuglar missa hettuna að mestu á vet- urna. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.