Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 77
1981, e.t.v. sami fugl og sást þar árið áður. Síðan sást fullorðinn rósamáfur í júní 1982 í Aðaldal (9. mynd). Fullorðinn rósamáfur sást einnig um 200 sjómílur suður af Vík í Mýrdal, 30. apríl 1971 (Thurston 1982). Auk þeirra fugla, sem að framan greinir, sáust 3 fuglar við Laxá í Þingeyjarsýslu 10. júní 1951 og tveir þrem dögum síðar, sem gætu hafa verið rósamáfar. Þar sem nánari lýsing er ekki fyrir hendi, eru þessir fuglar ekki taldir með í skránni hér að framan. Par sem fuglinn við Skipalón birtist ár eftir ár, eru sterkar líkur á því, að um sama einstakling hafi verið að ræða í öllum tilfellum, og að það sé sami einstaklingur, sem sást á Akureyri (en þar á milli eru um 12 km). Ekkert bendir til þess að þessi fugl hafi reynt varp. í upptalningunni hér að ofan eru þær athuganir, sem eiga við fugl þenn- an, merktar með stjörnu (*). í nýlegri grein um rósamáfa eftir Bledsoe og Sibley (1985) kemur fram að þeir þekkja ekki dæmi þess að rósamáfar hafi sést ár eftir ár á sömu slóðum utan íshafssvæðanna. Slík hegðun er þó ekki óþekkt meðal fugla sem hrakist hafa út fyrir venjuleg heimkynni sín. Eins og skráin hér að framan ber með sér, hefur einn fugl sést í febrúar og annar í mars, en allir hinir á tíma- bilinu apríl til ágúst, flestir í júní. Þannig hafa engir rósamáfar sést fyrri part vetrar (nóvember til janúar), og skýtur það nokkuð skökku við rósa- máfsfundi annarsstaðar við strendur Evrópu, en þar eru þeir mun algengari að vetrarlagi (nóvember til febrúar) heldur en á vorin og sumrin (10. mynd). Rósamáfur er lítill máfur, mun minni en hettumáfur. Fullorðnir fuglar að sumarlagi eru roðalitir á kviði, síð- um og höfði. Mjór dökkrauður (eða svartur) hringur er um háls þeirra (9. mynd). Vængirnir eru gráir að ofan og neðan með ljósari rönd á afturbrún. Fullorðnu fuglarnir missa roðalitinn og dökka hálshringinn á veturna. Vængmynstur ungfugla á fyrsta ári er líkt og á ungum ritum. Gott einkenni á fullorðnum og ungum rósamáfum, auk smæðar, er fleyglaga stél og hlutfalls- lega lítið nef. ísmáfur (Pagophila eburnea) Ismáfar eru hánorrænir, svo sem nafnið bendir til. Þeir verpa á Sval- barða, á eyjunum í Norður-íshafinu norðan Síbiríu, nyrst á Grænlandi og eyjum norðan Kanada. Þeir hafa ný- lega fundist verpandi á jökulskerjum norðan Angmagssalik á austur Græn- landi (Wright & Matthews 1980). fs- máfar verpa á gróðurlausum klöppum eða í urð, sjaldan fjarri sjó, eða á breiðum bjargsyllum. ís og snjór er aldrei langt undan, og ísmáfur hefur meira að segja fundist verpandi á ís- jaka. Sjaldgæft er að sjá ísmáfa setjast á sjó, og vitað er að þeir forðast bleytu. Fæða ísmáfa er ýmsir fiskar og hryggleysingjar, sem þeir taka við ís- jaðarinn, en einnig leggjast þeir á hræ sela og fleiri dýra. Á myrkum vetrar- dögum eru sjálflýsandi fiskar mikilvæg fæða (Orr & Parsons 1982). Fátt er vitað um ferðir ísmáfa utan varptíma. Þeir halda sig þó við ísrönd- ina í Norður-íshafi á veturna og flytja sig til með ísnum. Þeir eru reglulegir vetrargestir við Labrador og í Davis- sundi vestan Grænlands. Merkingar benda til þess, að varpfuglar frá Sval- barða leiti þangað. Hins vegar eru ís- máfar sjaldséðir við N-Noreg og við Síbiríustrendur. Við Færeyjar eru ís- máfar e.t.v. reglulegir vetrargestir (Bloch & Sórensen 1984). Þeir eru 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.