Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 8
62 NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N undir fjalishlíðina og að hrauninu, er, að nær óslitin, breið röst af fúnum og fornlegum rekavið liggur ofan við allt lónið að kalla má. Er hann varla meira en nokkurra alda gamall. Þar sá ég stærsta rekatréð á eynni, fullra 30 m langt og nær 1.5 í þvermál við rót- ina, en svo veðrað, að mylja mátti með höndum. Upp af Rekavík eru lágir, ávalir liálsar, sem fæstir ná meira en 200 m hæð, en milli þeirra eru dalverpi þvert yfir eyna og stefna þau til norðausturs. Nokkurn veginn beint í norður frá Eggey er annað stöðuvatn eyjarinnar við norðurströndina. Heitir það Norðurlón (Nord-laguna). Liggur það í nokkurri kreppu milli brattra hlíða. í það fellur eini lækur eyjarinnar, Tornöes-lœkur. Norðurlón er skilið frá sjó með 850 m löngu og 6 m háu rifi, sem er rúmlega 200 m breitt og allstórgrýtt, en það er sjaldgæft um fjörur hér á eynni. Vatnið er hyldjúpt, 20—40 m, og nokkur salt- keimur að því, svo að það er talið óhæft til drykkjar. í því er lítils- háttar silungsveiði. Uppi á bökkunum norður af lóninu stendur veðurathugunarstöð Norðmanna. Eru þar miklar byggingar og vistlegar. Vestan að lóninu, milli þess og sjávar, er sérkennilegt fjall, Kir/tjufell (Domen). Líkist það mjög kirkju tilsýndar og virðist vera leifar af eldgíg. Frá lóninu liggur dalverpi að baki fellsins til sjávar, en þar höfðu Austurríkismenn rannsóknarstöð sína, sem síðar er frá greint. Kalla Norðmenn þar Austurriki (Österrike). Suðureyja, vestur frá Rekavík, er öll sæbrött að sunnanverðu og er hvergi undirlendi, nema mjóar fjörur undir þverhníptum hömrum, víðast meira en hundrað metra háum Nokkrar smávíkur skerast þar inn, og helzti höfðinn er Vínarhöfði (Kapp Wien). Inn í suðvesturenda eyjarinnar gengur grunn vík, Suðurvík (Sörbukta), milli Suðvesturhöfða (Sörvestkapp) og Hoyberget, sem er eldgígur, fagurrauður á lit og mjög reglulegur, en hafið er nú tekið að brjóta hann. Suðvesturhæll eyjarinnar er lágur en eldbrunninn mjög, heitir hann Krater flya, og eru þar að minnsta kosti fjórir eldgígar á litlu svæði, en allur er tanginn þakinn hraunum. Norðurströnd Suðureyjar er miklu lægri en suðurströndin. Að vísu eru þar víðast allháir bakkar með björgum næst sjónum, en sjaldan meira en um 100 m háir, og víða auðgengið upp úr vík- um og vogum. Samt má heita svo, að öll sé ströndin brotið hraun, og víða falla nýir hraunstraumar til sjávar. Frá ströndinni er víð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.