Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
69
hægviðri um langan tíma, en miklu getur munað á veðri norðan
á eynni og sunnan. Mjög er þar þokusamt, svo að sjaldan mun
þokulaust með öllu í fjöllum, og úrkoma er allmikil. Frost geta
orðið talsverð, einkum ef ísalög eru við eyna. Veturinn 1941—42
mældist mesta frost þar -4- 30°, en sjaldan kemur meira frost en
-L 15°, ef íslaust er við eyna. Hitaskipti eru oft mjög snögg á vetr-
6. mynd. Ljóst leirlag, sbr. texta. — Ljósm.: Steindór Steindórsson.
um. Á skammri stundu getur veður breytzt úr hörkufrosti í mara-
liláku. Sumrin eru svöl og rök. Meðalliiti í júlímánuði er ná-
lægt 5° C, og verulega hlýjar stundir eru fáar.
Dagana, sem við dvöldumst á Jan Mayen, var óvenjulega stillt
veður, að sögn Norðmannanna, sem þarna bjuggu. Einn daginn
fengum við þó að kynnast þar illviðri, ofsarok með sandbyl í
Rekavík, en slydduhríð norðan á eynni. Mestan hita mældi ég 5°
um hádegið þessa daga, en oftast var hann 3°—4° C, þegar lrlýjast
var á daginn, en við frostmark á nóttum. Flesta dagana gerði él,
svo að gránaði niðnr undir sjó, en aldrei lá það föl nema stutta