Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 22
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og Poa cenicia. Þá virðist og það tóugrasafbrigði, seni þar vex, vanta hér. Allar tegundir Jan Mayen haf'a fundizt á Grænlandi nema holurt, og ef til vill Poa cenicia. Allar tegundir Jan Mayen virðast vera til í Skandinavíu, en ekki get ég fullyrt um, hvort sömu afbrigði eru af 4 þeirra. Þetta yfirlit sýnir, að Jan Mayen hefur fengið flóru sína frá þeim löndum, sem næst eru, eins og vænta mátti. Þótt flóra Jan Mayen sé öllu óskyldari flóru íslands en Grænlands eða Skan- dinavíu, er hæpið, að draga megi af því ályktanir um það, eftir iivaða leiðum tegundirnar hafa borizt þangað. Geta má þó þess, að vindar munu tíðastir af norðri og norðaustri, og straumar liggja þangað úr norðurátt. Svo má kalla, að allar tegundir á Jan Mayen séu arktískar og það meira að segja háarktískar. Aðeins þrjár þeirra geta ekki talist í þeim flokki: hrafnaklukka, vallarsveifgras og hálmgresi, en þó má vera, að hér sé um arktísk afbrigði að ræða. Áðurnefndar 43 tegundir skipast svo niður eftir lífmyndakerfi Raunkiters: Ch, runn- og þófaplöntur, 14 eða 32.6%. H, svarðplöntur, 24 eða 55.8%. G. jarðplöntur, 4 eða 9.3%. Th, einærar plöntur, 1 eða 2.3%. Naumast er hægt að segja, að samfelldur gróður háplantna sé til á eynni. Að vísu eru til smágrasgeirar í námunda við fugla- björg, þar sem skýlt er. Gandrup lýsir slíkum blettum við Söyla1) og ég skoðaði þá einnig við Kvalrossen. Ekki telur Gandrup samfelda gróðurbletti hafa verið meira en um 50 m2 að flatarmáli. Nokkru stærri voru blettirnir í Rostungsvík, en varla þó nokkur yfir 100 m2, voru þeir þar bæði niðri á sjávarbakkanum og uppi í brekkun- um. Vert er að geta þess, að alls staðar var gróðurinn mjög gisinn, svo að sandur mun hafa þakið næstum jafnmikið og gróðurbreiðan sjálf, þótt grænt væri tilsýndar. Slíkir blettir eru eina samfellda gróðurlendið á eynni annað en mosaþemburnar. Við nánari athugun verður það síður en svo undrunarefni, þótt lítið sé um samfelldan gróður. Þegar hefur verið rætt um veður- farið, sem er óhagstætt gróðri í hvívetna. Þó má geta þess hér, að hitastig jarðvegsins er víða allmiklu hærra en lofthitinn, einkum þar sem mestur er sandur í jörð. Mældi ég hitann í jarðveginum 1) f þessum kafla ritgerðarinnar eru staðaheiti skrifuð að norskri venju.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.