Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 ;í nokkrum stöðum og reyndist hann vera um 10° C, á sama tíma og lofthitinn var 3—5° C, ef sólar naut öðru hverju. Annað höfuðmein gróðursins er vatnsleysið. Enda þótt úrkomu- samt sé á eynni, er naumast unnt að segja, að þar sé til ofanjarðar- vatn né uppsprettur, Jjegar frá eru skilin lónin tvö og lækur einn vatnslítill, Tornöesfækur, sem fellur í Norðurlón. Þó má vera að þessu sé eitthvað öðruvísi háttað í námunda jökulsins á Bjarnar- fjalli. Annars er berggrunnurinn hvarvetna svo gljúpur, að vatn- ið hripar niður gegnum hann. Virðist það eiga nokkuð jafnt við um hraunin og móbergið. Leysingavatnslækir renna frá sköflum frani eftir sumri, en hverfa von bráðar í urðirnar. Hvergi á eynni er mýrarblettur né eiginleg dýjaveita. Sá staður, sem mest nálgað- ist slíkt var dæld sú uppi á Rostungshöfða, sem fyrr var getið, og grafið hafði verið í vatnsból. Móbergið í höfðanum er allþétt, og ofan á því a. m. k. sumsstaðar, er blágrýtislag, en afrennsli hafði dæld þessi ekki. í Jienni var samfelld mosabreiða af dýjamosa (Philonotis), ásamt mýrlendismosum. Smágrasþúfur, aðallega úr sveifgrasi (Poa sp.) ítóðu upp úr mosabreiðunni á víð og dreif, en að auki uxu þar þessar tegundir: skarfakál (Coclilearia grocn- landica), snækrækill (Sagina intermedia), snænarvagras (Phippsia algida), þúfusteinbrjótur (Saxifraga cæspitosa), lækjasteinbrjótur (S. rivularis) og músareyra (Cerastium alpinum). Allar þessar sömu tegundir, nema sveifgrasið, uxu á melrindunum umhverfis lægðina, en miklu strjálvaxnari, einkum þó skarfakálið og snænarvagrasið. Þarna kom það ljóst fram, að vatnsleysið er á mörgum stöðum meg- intálmun þess, að samfelldur gi'óður myndist. Þriðja liöfuðmein gróðursins er sandfokið. Eins og fyrr getur, er víðáttumesta undirlendi eyjarinnar í Rekavík, en svo má lieita að það sé allt þakið roksandi, og halda sandar áfram norðurundir rætur Bjarnarfjalls. f öllum víkum, þar sem eittlivert undirlendi er, er roksandur. Þá er og talið, að lrvergi sé veðurnæmara á eynni en við Rekavíkina. Enda er atlryglisvert, lrversu allt það undirlendi er gróðurvana, og eiga sandbyljirnir þar vissulega sinn þátt í. Loks má geta þess, að bergið sjálft er mjög laust og frauðkennt og veðrast því mjög. Utan í fjöllum eru lausar skriður, þar sem mjög er torvelt fyrir plöntur að ná fótfestu, og sá litli vottur jarð- vegs, sem mosabreiðan myndar, sígur niður undan þunga sínum. Gandrup (bls. 3) lýsir mjög algengu fyrirbæri í hlíðunr á Jan Mayen,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.