Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 32
86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
mosaþembunni. Sumar algengustu plöntur mosaþembunnar á ís-
landi vantar algerlega, svo sem stinnustör og krækilyng. Víða eru
svo stórar breiður af mosaþembu, að þar sést ekki ein einasta há-
planta, einkum þar sem þurrast er og snjóléttast.
í Töflu III er sýnt, hvaða plöntur vaxa helztar í mosaþembu. 1.-
2. dálkur eru sýnishorn hinnar algengustu mosaþembu, en í 3.-4.
var landið með nokkrum snjódældablæ. Á báðum stöðum þekja
háplönturnar drjúgum meira en annars er venja til í mosaþemb-
unni, í 3 allt að 25%, og eru aðaltegundirnar grasvíðir og korn-
súra. Athuganirnar eru gerðar á þessum stöðum: 1 Österrike. 2 Hol-
lenderhaugen. 3 hlíðin upp af Kvalrosgat í ca 100 m hæð. 4 dalur
upp af Haugenstranda.
Tafla 111.
Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia) ......
Þúfusteinbrjótur (S. ciespitosa) ..........
Snæsteinbrjótur (S. nivalis) ..............
Dvergsteinbrjótur (S. tennis) .............
Lækjasteinbrjótur (S. rivularis) ..........
Laukasteinbrjótur (S. cernua) .............
Hreistursteinbrjótur S. foliolosa).........
Grasvíðir (Salix herbacea).................
Músareyra (Cerastium alpinum)..............
Ólafssúra (Oxyria digyna)..................
Jöklasóley (Ranunculus glacialis) .........
Dvergsóley (R. pygmaeus)...................
Fjallasveifgras (Poa alpina)...............
Blávingull (Festuca vivipara) .............
Fjallhæra (Luzula confusa) ................
Kornsúra (Polygonum viviparum) ............
Lambagras (Silene acaulis).................
Fífill (Taraxacum sp.) ....................
1 2 3 4
X X X X
X X X
X X
X
X X X
X X
X
X X X
X X X
X X X X
X X
X X
X X X
X X X
X X
X
X
X
/. Graslendi. Hið eina graslendi á Jan Mayen er, eins og fyrr
getur, smágeirar undir fuglabjörgum. í geirum þessum eru grös
drottnandi, enda þótt gróðurbreiðan sé svo gisin, að hvarvetna sér
í nakinn gróðursvörðinn, og þá einkum sand á milli stráanna. Mosi
er nær enginn. Hvergi eru geirar þessir meira en nokkrir tugir
fermetra að flatarmáli. Grasbletti þessa sá ég hvergi nema í Öster-
rike, Kvalrosgat og við Söyla. Tafla IV sýnir hvaða tegundir vaxa