Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 39
NÁTTÚ RUFRÆÐINGU RIN N 93 sá áll oftast nefndui' Rás eða Hólmsrás. Vatn þetta hefur grafið all- djúpan farveg meðfram hrauninu, og við það hefur myndazt hátt rof meðfram túninu í Dalbæ (1. mynd). Fyrir nokkru var Rásin stífluð hjá Dalbæjarstapa og nú rennur ekki lengur jökulvatn í 1. mynd. Rofið hjá Ytri-Dalbæ. — The soil section at Ytri-Dalbar. Ljósm.: Jón Jónsson. hana. í farveg Rásar rétt austan við Dalbæjartúnið kemur fraro hraun undir hinum þykka jarðvegi. Það er venjulegt basalthraun, en þó sér votta fyrir bólstramyndun í því hið næsta rofinu. Smá- sjárrannsóknir á {jessu hrauni hafa leitt í ljós, að það líkist í öllu svo mjög hinu eiginlega Landbrotshrauni, eins og það er t. d. í Ás- garðshálsum, Refsstaðasteinum (Erpsstapa-), Ófærugili, Norður- hálsi, við Tröllshyl, hjá Efri Steinsmýri og víðar, að ekki verður hjá því komizt að álykta, að um eitt og hið sama hraun sé að ræða. Það hefur að öllum líkindum ekki runnið vatn á þessum stað og því storknað sem venjulegt basalthraun án þess að mynda gjall-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.