Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 Líkindin fyrir að aldur gróðurleifanna sé innan þessara tak- marka er 66.7%. Auðsætt er, að töluverður jarðvegur hefur verið kominn ofan á hraunið, þegar skógurinn náði þar fótfestu, því að um 50—80 cm þykkt moldarlag skilur hraunið og skógarleifarnar. Lurkalagið er því allmiklu yngra en hraunið, sem eftir þessum niðurstöðum er runnið löngu fyrir landnámsöld. Þrátt fyrir þá galla, sem ennþá loða við C14 aldursákvarðanirnar yfirleitt, má eftir þessu telja víst, að Landbrotshraunið sé vart yngra en 2000 ára gamalt. Af þessu sést ennfremur, að það, sem Landnáma kallar Nýkoma, getur naumast verið það landsvæði, sem nú nefnist Landbrot, en svo hafa ýmsir talið og meðal þeirra Þorvaldur Thoroddsen (5). Þess var áður getið, að Thoroddsen taldi Landbrotshraunið og Hólmsárhraunið vera eitt og hið sama hraun. Sigurður Þórarins- son telur, út frá öskulagarannsóknum, að Hólmsárhraunið sé eldra en Landbrotshraun (8). Með berum augum verður naumast greind- ur munur á gerð þessara hrauna. í smásjá má þó greina nokkurn mun á þeim, a. m. k. í sumum dæmum. T. d. má geta þess, að miklu meira ber á ólívíni í Hólmsárhrauninu. Að svo stöddu treysti ég mér þó ekki á bergfræðilegum grundvelli að skera úr því, hvort hér sé um að ræða eitt hraun eða ekki. Til þess þarf meira efni en ég nú hef aðgang að, og skal það mál því ekki rætt nánar að þessu sinni. HEIMILDARIT - REFERENCES 1. Thoroddsen, Þ. 1914: Ferðabók, 3. bindi. Köbenhavn. 2. Robert, E. 1840: Mineralogie et Geologie. Gairaard: Voyage en Islande et au Gröenland, 6C Livr. Paris. 3. Thoroddsen, Þ. 1892—1904: Landfræðissaga fslands, 3. bindi. Köbenhavn. 4. — — 1905: Island. Grundriss der Geographie und Geologie. Peter- manns Mitteilungen. Gotha. 5. — — 1925: Geschichte der islándischen Vulkane. Köbenhavn. 6. Thorarinsson, S. 1951: Laxárgljúfur and Laxárhraun. Geogr. Ann. Stockh., 34: 1-89. 7. Jónsson, J. 1954: Móbergsmyndun í Landbroti. Náttúrufræðingurinn, 24: 113-122. 8. Thorarinsson, S. 1955: Myndir úr jarðfræði íslands II. Eldgjá. Náttúru- fræðingurinn, 25: 148—153. 9. Hustedt, Fr. 1930: Die Siisswasserflora Mitteleuropas. H. 10. Bacillario- phyta (Diatomeae). Jena.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.