Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 46
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
mas) á strjálingi í urðum. Keldustör (C. magellanica) neðar
í dalnum.
Nálægt vitanum á Brimnesi við Seyðisfjörð vex gullstör og tals-
vert afmunkahettu (Lycknis flos cuculi). Kvað hún hafa vax-
ið þarna lengi. Hefur munkahettan eflaust slæðzt tilBrimness í fyrstu.
Skógarkerfil (Anthriscus silvester) sá ég á þremur nýjum
stöðum, þ. e. Bakka við Húsavík, Þórarinsstöðum í Seyðisfirði og
á Sigurðarstöðum í Fnjóskadal. Þar hefur hann vaxið í bæjargili
í um 20 ár, blómgast og sáir sér árlega. Virðist orðinn algerlega
landvanur eins og geitakálið. Hafa báðar þær tegundir unnið sér
borgararétt í gróðurríki landsins síðan Flóra íslands kom út í þriðja
sinn árið 1948. r ... _
Ingólfur Daviðsson.
Ásbyrgi.
Þegar ég kom í Ásbyrgi síðastliðið sumar, fannst mér ég ekki
geta orðið sammála tilgátu Dr. Sigurðar Þórarinssonar um myndun
þess. Skoðun hans er sú, að byrgið sé myndað við vatnsvörfun,
grafið af á, sem fallið hafi þarna fram í Kelduhverfið.
Tvennt finnst mér einkum mæla gegn þessu. Annað er það, að
hamraveggir Ásbyrgis eru sléttir sem skornir væru. Ef við berum
það saman við gljúfrin þar sem Dettifoss fellur fram, eru hamra-
veggir þess á báða vegu með bríkum og skápum, jafnvel hellum
inn í bergið. Vatnið sýnir ævinlega merki sín, hvort sem bergið
er hart eða mjúkt.
Hitt, sem mælir gegn tilgátu Sigurðar, er það, að uppi á hamra-
brúnum Ásbyrgis er hvergi farveg að sjá, hvað þá farveg er svipaði
til hins mikla gljúfurs Jökulsár. Það liggur þó í augum uppi, að
mikið vatn hefur þurft til að grafa Ásbyrgi í hart berg. Áftur á
móti gæti ég fallizt á, að undir þessu harða bergi hafi verið lin-
ara lag, sem vatn hafi borið undan svo að holrúm myndaðist, en
við jarðhræringar hafi svo bergið ofan á sigið niður og Ásbyrgi
þannig myndast. Sennilega mætti ganga úr skugga um þetta með
því að bora undir hamrabrúnina og athuga jarðlögin. Ásbyrgi er
eitt af merkilegustu náttúrufyrirbærum þessa lands. Er því ekki
undarlegt að við viljum vita rétta myndunarsögu þess. Vonandi
upplýsa okkar ágætu náttúrufræðingar okkur um það efni í ná-
inni framtíð. T. .
Jón Arnftnnsson.