Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 Cordilliera-fjallgarðinum, en auk þess ferðaðist hann til Kaukasus, Alpanna, Austur-Grænlands og víðar til þess að skoða fellinga- fjöll. Þegar til Finnlands og Svíþjóðar kom, reyndist þekking Back- lunds á fellingafjöllum ltaldgott veganesti við rannsóknir hans á berggrunni þessara landa, sem hann taldi vera leifar af rótum æva- gamalla fellingafjalla. Algengasta bergtegund Fennoskandiu er granít, og beindist at- hygli Backlunds nú einkum að granítinu og uppruna þess. Um seinustu aldamót hafði finnski bergfræðingurinn Sederholm ásamt nokkrum frönskum bergfræðingum komið fram með það nýmæli, að ekki væri allt gxanít storkuberg í venjulegum skilningi, heldur væru sumar tegundir J^ess til orðnar úr setbergi, sem orðið hefði fyrir efnabreytingum og nýkristöllun. Kenningar þeirra Seder- holms og Frakkanna hlutu daufar undirtektir meðal jarðfræðinga, Jtangað til Backlund tók þær upp að nýju. Það er ekki sterkt að orði komizt, þótt sagt sé, að Backlund hafi, auk skyldustarfa, varið seinustu áratugum ævi sinnar til Jaess að berjast fyrir „granítisations- kenningunni." Kom enn að góðu haldi hin víðtæka og alhliða þekk- ing hans ásamt sóknarhug, sem aldrei lét bugast. Með ljósum rök- um og ótal dæmum tókst honum að sýna fram á að setberg og fleiri bergtegundir geta myndbreytzt stig af stigi, og orðið að lokum að graníti. Kenning þessi er nú almennt viðurkennd meðal jarðfræð- inga, og er þáttur Backlunds í sigri hennar Jaað vísindaafrek, sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Backlund dvaldist við rannsóknir á íslandi sumarið 1935 og 1936, en áður hafði hann komið nokkrum sinnum til íslands á leið sinni til og frá Grænlandi. Jarðfræði íslands ræðir hann í ritgerð- inni Islandprobleme, 1939, en auk þess snertir ritgerðin Probleme der arktischen Plateaubasalte, 1942, jarðfræði íslands. Sem háskólakennari var Backlund sérstæður. Fyrirlestrar hans voru nokkuð strembnir og óljósir nýbyrjendum, en sem privat- kennari þeirra nemenda sinna, sem lengra voru komnir í nám- inu, var hann því fremur á réttri hyllu. Olli þar um, hversu víð- lesinn og minnisgóður hann var, auk auðugs og fjörugs ímyndunar- afls, sem þó var tamið og þjálfað af langri reynslu. Hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna, en á hinn bóginn voru þolin- mæði hans og umhyggja fyrir þeim lítil takmörk sett, ef því var að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.