Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 2. mynd. TíSni snjóflóða og skriðufalla eftir mánuðum (Úr Skriðuföll og snjóflóð). í yfirliti sinu um skriðurnar og snjóflóðin, sem raunar hefði verið eðli- legra að birta í bókarlok, eru stórfróðlegar töflur og línurit um skriður og snjóflóð á íslandi síðan sögur hófust. Þótt ekki só þar allt byggt á öruggum heimildum mun það þó skipta litlu máli um þá heildarmynd, sem þessar töflur og línurit gefa. Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér línuritin tvö, því þau segja meira en mörg orð. Þau hefðu og getað gefið höf. tilefni til ýmissa jarðfræðilegra og landfræðilegra ígrundana, t. d. um sambandið milli berggrunns, landslags og skriðuhættu. Það er mjög sláandi, hversu mjög skrið- ur þær, er fallið hafa síðan sögur hófust, eru bundnar við blágrýtissvæðin. Þó hefði þetta komið enn betur í ljós, ef S.-Þingeyjarsýslu og Gullbringu-Kjósar- sýslum hefði verið skipt f móbergs- og blágrýtissvæði á lfnuritunum. Þetta er því meir áberandi, þegar þess er gætt, að jarðskjálftar hafa síðan sögur hóf- ust, að mestu verið bundnir við móbergssvæði og þær skriður, sem á þeim svæðum hafa fallið, liafa margar orsakast af jarðskjálftum. Snjóflóð eru og langtíðust í þeim hlutum blágrýtissvæðanna, þar sem snjóalög eru mikil. Lík- lega er tíðni skriðufalla og snjóflóða á Austurlandi samkvæmt línuritunum eitthvað of lág miðað við önnur blágrýtissvæði, vegna þess að tiltölulega minna er um skráðar heimildir frá Austfjörðum frá fyrri öldum. Á bls. 82 birtir höf. teikningar til skýringar á orsöktim og aðdraganda fram- hlaupa. Þær eru auðsæilega gerðar eftir teikningum undirritaðs í áðurnefndri grein f Nfr. 1954 (bls. 13). Viðbótarteikning höfundar nr. 3 er ekki til bóta,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.