Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 54
J08 NÁTT Ú R U FRÆÐINGURINN því ólíklegt er, að jökull sitji eftir í dal svo sem þar er teiknað. Höf. sleppir og í skýringum sínum þýðingarmiklu atriði í því, sem teikningar mínar áttu að sýna, sem sé því, hvers vegna það er venjulega aðeins önnur lilíð blágrýtisdal- anna, sem Jileypur fram. Kaflann Forn framhlaup á íslandi las ég með einna mestri eftirvænlingu, þvi framhlaup forn liafa verið mér liugstætt rannsóknarefni síðan sumarið 1936, er ég og Svíinn C. Mannerfelt veltum vöngum yfir einu slíku fram- 3. mynd. Framhlaup í Kollafirði í Strandasýslu. Ljósm.: S. I>. sept. 1949. Jdaupi í Hoffellsdal í Hornafirði og liugðum við í fyrstu vera jökulbotn með jökulgörðum fyrir framan. Ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum yfir þessuin kafla hjá Ólafi, fann þar fá framhlaup nefnd, sem ég vissi ekki einhver deili á áður, þótt Ólafur hafi vissulega kannað mörg þeirra ítarlegar en ég, og all- margra saknaði ég, sem mér var kunnugt um, enda tekur liöf. það fram, að lionum hafi ekki gefizt tækifæri til að kanna sum þau svæði, sem hann vildi kannað hafa. Mér þykir það og alvarlegur skortur á forvitni höf., að hann skuli ekki hafa lært að þekkja hvert frá öðru ljósu öskulögin fjögur í jarðvegs- sniðum norðanlands, svo haganleg sem þau þó eru til ákvörðunar aldurs á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.