Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 56
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN öðrum þekktum annálum. Þær eru einfaldleg uppdiktaðar. Svo mun um skriðuföll þessi og nóg um það. En margar eru frásagnir af skriðuföllum í annál Ólafs stórmerkilegar og sumar mikilfenglegar, svo sem frásagnirnar af Skíðastaðaskriðu og Bjarnastaðaskriðu. Um þá síðarnefndu, sem hljóp fram í Vatnsdal 1720, vildi ég geta þess, að Haraldur Sigurðsson, bókavörður, hef- ur upplýst mig um að til sé kort af þessu framhlaupi, sem muni vera sam- tímaheimild eða því sem næst. Þetta kort er að finna í kópíubók Peter Rabens stiftamtmanns. Margar eru frásagnirnar af skriðuföllum ærið umhugsunarefni. Hér skal drepið á tvær frásagnir, þar sem ég er höf. ekki sammála um skýringar. Önn- ur er frásögn Vallholtsannáls um árið 1644, þar sem segir: „í fjallinu fyrir ofan Hofsstaði í Skagafirði kom upp eldur mikill með öskufalli, cn skaðaði hvorki menn sé fénað." Víst er það rétt hjá Ólafi, að ekki er það framhlaup Hofsstaðaurðarinnar miklu, sem er að baki þessari frásögn, því það fram- hlaup er eldra en fslandsbyggð. Þorv. Thoroddsen telur ekki alveg óhugsandi, að um eldsumbrot hafi verið að ræða, en ekki húar mér það. Ólafur hallast helzt að því, að Hofsstaðaurðin sé til orðin að einhverju leyti 1644, og sé það framhlaup það, sem Vallholtsannáll nefnir jarðeld. Af því litla, sem ég hefi litið til þessa framhlaups, virðist mér þessi skýring ósennileg. Ég minnist þess í þessu sambandi, að þegar ég kom heim til fslands vorið 1935 heilsaði Pálmi Hannesson mér brosandi heimkomudaginn og sagði: „Alltaf er heppnin með þér, Sigurður minn, í fyrra var Skeiðarárhlaup þegar þú komst, og nú segja þeir farið að gjósa í Axarfirði." Blöð og útvarp höfðu þennan dag flutt þá fregn, að kominn væri upp jarðeldur í Axarfirði. Heppnin var þó ekki með mér í þetta sinn. Þetta reyndist nefnilega vera sinu- og kjarrbruni. Skyldi ekki vera það sama um eldinn upp af Hofsstöðum? Það gæti verið skýringin á því, að Birni á Skarðsá hefur ekki þótt þetta umtalsvert í annál sínum, en það væri lítt skiljanlegt, að ekki væri á það minnzt í annál hans, ef um merki- legt náttúrufyrirbæri hefði verið að ræða. Ólafur ræðir nokkuð atburð, er varð árið 1339 í sambandi við jarðskjálfta 10. júní. í Flateyjarannál segir: „Hröpuðti fjöll og hamrar sprungu víða. Út- hverfðist Holt í Holtamannahreppi og færði úr stað." Gottskálksannáll segir: „Tók upp Holt í Holtamannahreppi og setti niður úthverft í annan stað." Ólafur telur þetta til skriðufalla og skrifar: „f Holtshreppi er að visu ekki skriðuhætt, því að brattlendið er lítið, en þó gæti þetta hafa átt sér stað, ef samfelld leirlög liggja undir jarðveginum og saman fer votviðri og landskjálfti með óeðlilegum uppgangi vatns." Ekki er vitað um neinn bæ Holt í Holta- mannahreppi og tel ég réttara að fylgja hér Þorv. Thoroddsen og skrifa holt með litlum upphafsstaf. f sambandi við landskjálfta geta hinir furðulegustu hlutir gerzt, svo sem það, að jarðvegstorfa umhverfist. Til skriðufalla held ég þetta geti trauðlega talizt. En Ólafur er enn ekki alveg laus við þann galla, sem þó er nú miklu minna áberandi en í eldgosaannál hans, að vera dálítið „tendentiös." Þar gætti mjög um of tilhneigingar til að gera gosin í Ódáða- hrauni sem allra flest og mér virðist hann langa um of til að fá sem flest skriðu-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.