Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 föll og snjóflóð úr annálum og öðrum lieimildum, og tefla þar stöku sinnum á tæpt vað. Síðara bindið, sem er nær jafn þykkt þvi fyrra, eða 555 bls., hefst með „snjó- flóðafræði“ og er sá kafli 122 bls. Er þar að finna fróðlega lýsingu á snæmynd- un, ýmsum gerðum snævar og einkennum þeirra, orsökum snjóflóða, flokkun snjóflóða, björgun úr snjóflóðum og varnir gegn snjóflóðum. Eitthvað hefði höf. að ósekju getað stytt þennan kafla, án þess að skerða fróðleiksgildi lians. Þar eru nokkrar óþarfar myndir, m. a. þrjár myndir af lirími á trjám, hver ann- arri líkar, og hefði ein nægt. Ekki kann óg vel við allar nafngiftir höf. á teg- undum snævar og snjóflóða. Fornsnjór finnst mér óhrjált orð. Því ekki að nota heldur það góða orð hjarn? „Snjóflóðafræði" liöf. er að heita má eingöngu byggð á erlendum ritum, enda lítið um það efni skrifað áður á íslenzku og jjó eitthvað meira en af jicssu ritverki má ráð'a. Það hefði verið æskilegt og gert kafla jjennan í heild áhrifa- meiri fyrir íslenzka lesendur, að höf. hefði vikið meir að íslenzkum staðháttum en gert er, bæði um snjóalög og staðhætti á snjóflóðasvæðum. Höf. hefði f stuttu máli getað gert grein fyrir [>eim snjómælingum, sem gerðar hafa verið hér á landi, og hefði raunar sjálfur getað gcrt einhverjar athuganir og mælingar á eðli og eiginleikum íslenzks snævar, eðlisþyngd, vatnsinnihaldi o. s. frv. Þess munu líklega engin dæmi, að svo jjykk bók um snjó og snjóflóð hafi verið skrif- uð af manni, sem ekki hefur sjálfur rannsakað snjó. Það sem höf. segir um snjóflóðahættuna hérlendis er mjög þarfleg liugvekja. Hér hefur til Jiessa verið allt of lítið tillit tekið til jjcssarar hættu við staðsetn- ingu mannvirkja. Þó veit ég, að jietta var gert Jjegar rafstöðin nýja í Bolungar- vík var byggð. Eftir að ritverk Ólafs kom út hefur birzt í tímariti VFÍ ágæt grein um snjóflóð og snjóflóðavarnir, eftir Eðvarð Árnason verkfræðing. f sambandi við jjað, sem höf. telur upp af því, sem komið getur snjóflóðum af stað, vildi ég einu við bæta, flugvéladyn. Svo dæmi sé nefnt, hefi ég jjrá- faldlega orðið jjess var, er ég liefi flogið lágt í könnunarflugi yfir Grímsvatna- svæðið, að dynur vélarinnar hefur hleypt af stað snjóflóðum úr Grímsfjalli og má mikið vera, ef llugvélar okkar hleypa ekki stundum snjóflóðum af stað, er þær fljúga yfir fjörðum og dölum í Jjeim landshlutum Jjar sem snjóflóða- hættan er mest. Þrátt fyrir vankanta er „snjóflóðafræði" Ólafs Jónssonar í heild Jjarfleg rit- smíð. Ég vildi beina ]jví til hans og bókaforlagsins Norðra að gefa þennan hluta síðara bindisins út sem sérstakt rit, að nokkrum endurbótum gerðum. Slík bók á brýnt erindi til fjölda fólks, sklðamanna, skáta, starfsfólks björgunar- sveita o. fl., en margt af þessu fólki helur hvorki ástæðu til né efni á að kaupa ritverkið í heild og punda út með nærri 700 krónur. Á eftir snjóflóðafræðinni koma langar lýsingar af erlendum snjóflóðum, og er svipað um þær að segja og lýsingarnar á erlendum framhlaupum í fyrra bind- inu, að þótt Jjær út af fyrir sig séu fróðlegar og sumar hverjar ekki óskemmti- legar aflestrar, eiga þær samt vart lieima 1 þessu ritverki. Þær auka stærð þess að óþörfu og hleypa fram verði. Og jafnvel þótt eitthvað hefði verið sagt frá

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.