Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 58
112
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þessum erlendu snjóflóðum, hefði mátt gera það í mun styttra máli. Hvern
fjandann, liggur mér við að segja, varðar okkur um nöfn, aldur og atvinnu
fólks, sem farizt liefur í snjóflóðum suður í Alpafjöllum? Hefði ekki verið nóg
að nefna tölu þeirra er fórust hverju sinni?
Síðari og meiri hluti annars bindis er snjóflóðaannáll. Ég hef ekki kynnt
mér það efni jafnmikið og frásagnir af framhlaupum og kann því lítt um að
dæma, en auðsæilega er þarna mikill fróðleikur samandreginn. Þótt mér þætti
höf. of langorður á köflum, það er yfirleitt hans "höfuðsynd, las ég þennan
hluta bindisins mér til mikils fróðleiks og allmikillar ánægju. Einkum eru
áhrifamiklar frásagnir af þeim ægilegu snjóflóðum á Seyðisfirði 1885 og í
Hnífsdal 1910. í þennan kafla vantar bagalega kort. Ritverkinu fylgir nafna-
skrá, svo sem vera ber, og heimildaskrá. Nafnaskráin virðist mér vandlega
unnin, en lieimildaskránni og heimildatilvitnunum er nokkuð ábótavant,
ef lagður er á þetta sá mælikvarði, sem leggja verður á rit sem vera á vísinda-
legs eðlis.
Hér að framan hefur verið á ýmislegt drepið og þó fremur dregið fram það,
sem aðfinnsluvert er, svo sem verða vill í ritdómum. En þótt ég sé nú, eftir
annan lestur þessa mikla ritverks, ekki eins hástemmdur um gildi þess og ég
var eftir fyrsta liraðlestur, er ég enn þeirrar skoðunar, að hér sé um merkilegt
rit að ræða. Óneitanlega er það mikið eljuverk, verk sem enginn vinnur,
nema hann hafi bæði brennandi áhuga og mikla starfsorku. Viðfangsefnið er
hið merkilegasta, bæði frá landfræðilegu sjónarmiði og vegna þess, hverja þýð-
ingu þau fyrirbæri, sem þar er um að ræða, hafa fyrir land og þjóð. Vissulega
eru ýmsir gallar á ritverkinu, svo sem á hefur verið drepið, og auðsætt, enda
eðlilegt, að allmikið skorti á vísindalega skólun höfundar og þjálfun í vísinda-
legum vinnubrögðum. Hann kann m. a. alls ekki þá mjög svo þýðingarmiklu
kúnst að takmarka sig — en „in der Beschránkung zeigt sich erst der Meister", —
og hann er ekki nógu gagnrýnn á heimildir. En allt um það er stórmikill feng-
ur í þessu ritverki. Ef Ólafur Jónsson heldur áfram á þeirri braut, sem liann
hefur fetað síðustu áratugina — og hann virðist hafa ódrepandi vinnuvilja og
starfsþrek — myndi ég vilja ráða honum til að takmarka viðfangsefni sín meira
en hingað til, taka til nánari rannsóknar eitt þeirra mörgu viðfangsefna, sem
hann áður hefur fjallað um, t. d. framhlaupin, og hafa þá meiri samráð en
hingað til við „akademíska" náttúrufræðinga. Ég trúi ekki öðru en að hann
megi vænta skilnings þeirra og velvildar í starfi sínu, því þeir hafa ástæðu til
að vera þakklátir hverjum þeim, sem af alhug vill leggja eitthvað af mörkum
til rannsóknar á náttúru þessa lands. Ólafur Jónsson hefur þegar lagt mikið af
mörkum. Þökk sé honum fyrir það og megi hann áfram halda og enn betur gera.
Sigurður Þórarinsson.