Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 6
52 NÁTTÚRUPR. 1. Equisetum silvaticum L. Skógarelfting (I. Ó., Sk. 1925 —26, bls. 46). Greining: A. Gróbæru og grólausu stönglarnir mismunandi, að minnsta kosti í byrjun, gróbæru stönglarnir móleitir, laufgrænulausir. Grein- arnar óholar. Sbr. Fl. ísl., bls. 8. a. Gróstöngullinn ber greinar ofan til. 1. Slíðrin með mörgum, 10—20, mjóum, hvössum, grænum tönnum. Stöngulgreinar þrístrendar, greinast ekki. — Equisetum pratense. 2. Slíðrin með fáum, flest 6, breiðum, snubbóttum, rauð- brúnum tönnum. Stöngulgreinarnar greinast á ný. E. silvaticum. b. Gróstöngullinn ógreindur. E. arvense. Lýsing: Gróstöngulslíðrin trektlaga, stór, græn að neðan, en móleit að ofanverðu, með fáum, 3—6, snubbóttum, breiðlensulaga tönnum, rauðbrúnum á litinn. Axið rauðbrúnt. Gróstöngullinn er venjulega rauðbrúnn á lit með grunnum rákum og vísi til greina við efstu stöngulslíðrin. Grólausi stöngullinn með Ijósgrænum slíðrum, rauð- brúnum tönnum eins löngum eða lengri en slíðrið sjálft, loða þær oft saman. Axlaslíðrin við greinfæturna stutt, rauðbrún. Grein- arnar láréttar eða oftar niðursveigðar, 4—5-strendar. Þær bera 3-strendar kransstæðar smágreinar, sem stundum greinast á ný. Greinaslíðrin 3—4-tennt með löngum, allaga, útstæðum tönnum. Vex helzt í skóglendi. Galtarhryggur í Heydal NV. I. Ó. 2. Isoetes lacustre (L.) Dur. Vatnalaulcur (St. Std.). Greining: Sbr. Fl. Isl., bls. 15. 1. Stórgróin slétt. Isoetes lacustre. 2. Stórgróin göddótt. I. echinospora. Lýsing: Blöðin dökkgræn, allstinn, stuttydd, upprétt eða oftar lítið eitt útsveigð. Stórgróin gráleit gaddalaus, en með netlaga ójöfn- um á yfirborðinu. Á álftalauk (I. echinospora) eru stórgróin hvít, og plantan öll ljósleitari og fíngerðari en vatnalaukur. 3. Potamogeton praelongus (Wulf). Langnykra (I. Ó., Sk. 1927—28, bls. 39).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.