Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 26
72
NÁTTÚRUFR.
Dalbarmurinn að sunnan og vestan mældist mér í 1650 rm
hæð yfir núverandi haffleti (System Paulin).
Á botni dalsins lá jökullag’. En þar sem stærri gígurinn
var, stóðu veggir hans á þrjá vegu þverhnýptir niður að vatn-
inu 30—40 m. háir, en að sunnan gengu jökul- og móbergs-
veggir sigdalsins sjálfs, 200—300 m. háir, lóðréttir að gígnum
fram.
Menn vita að það er samband á milli gosa í Vatnajökli
og hlaupa í jökulsánum, sem koma frá honum. En hingað til
hafa menn ekki þekkt á hvern hátt þessu sambandi væri farið
í öllum atriðum. í stórum dráttum virðist það vera þannig: Milli
gosa fyllist dalurinn að mestu af jökli og snjó, sumpart á þann
hátt, að jökullinn skríður niður af börmunum og sumpart af
snjófoki. Þegar eldar losna þarna, bráðnar jökullinn úr daln-
um að meira eða minna leyti og vatnsflaumurinn fær framrás
neðanjökuls, eftir sprungum og göngum. Allt virtist benda á,
að framrásin skeði úr suð-austurhorni sigdalsins. Mig langaði
niður Skeiðarárjökul og að fylgja sjálfu hlaupinu, en þess var
enginn kostur.
III. Gosefnin.
Ekkert hraun virtist hafa runnið við gosið.
Gosgufur gat eg því miður ekki athugað til hlítar. I fyrra.
sinnið, sem eg kom til eldstöðvanna, voru þær byrgðar þykkum
gosmekki, en allmikið af þeirri gufu var vatnsgufa, sem mynd-
aðist við, að heit laus gosefni ( vikur og aska) bræddu jökul-
inn umhverfis. I síðara skiftið, sem eg dvaldi við gosstaðinn
rauk enn ákaft upp úr stærri gígnum.
Laus gosefni umhverfis eldstöðvarnar voru aðallega þrenns-
konar. —
1. Brot úr bergtegundum, er munu hafa sprengst úr und-
irstöðubergi jökulsins og kastast upp á yfirborðið. Fundust
þannig líparítmolar, allt að því höfuðstórir, dulkornóttir blá-
grýtismolar (allt að hnefastærð) og móbergsmolar, bæði smá-
gjört (tuff) og þursaberg (breccia).
2. Vikur, er lá í dyngjum á suðvesturbarmi sigdalsins.
Svartur og dökkrauður að lit. Á leið okkar vestan jökulinn
fundum við vikurmola í ca. 10 km. fjarlægð frá gosstaðnum-
3. Eldfjallaaska. Töluverðs öskufalls varð vart, einkum.