Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 29
NÁTTÚRUFR. 75 ur, og svo voru engir hamrar eða björg svo nálægt þessum stöðv- um, að fálki þaðan gæti átt hér hlut að máli. Lóni, 20. marz 1934. Björn Guðmundsson. Ath. Atburð þennan allan skrifaði eg niður nær samdæg- urs og hann átti sér stað, og er því hér að engu leyti farið eftir minni. B. G. Kakalakar (Blattoidea). Saga kakalakanna byrjar í hinum víðáttumiklu burkna- og elftingarskógum Steinkolatímabilsins; þar lifðu þeir sitt blóma- skeið. Núlifandi kakalakar eru aðeins fátæklegar leifar af hinu fjölbreytta og stórfenglega skordýralífi þessa tímabils. Þó voru ættir, ættkvíslir og tegundir aðrar þá en nú. Nú á tímum þekkjast um 2200 tegundir af kakalökum.1) Flestir eru þeir og stærstir í frumskógum hitabeltisins, og eru þeir þar frá tæpum 1 cm. til rúmlega 8 cm. að lengd. Frá hitabeltislöndunum hafa þeir borist með skipum víða um heim á síðari öldum, líka til heimskautalandanna. Á Norð- urlöndum þekkjast þó aðeins fáar tegundir. Sumar þeirra ber- ast þangað aðeins við og við með vörum, en aðrar hafa ílenzt að fullu. Kakalakarnir eru undantekningarlaust landdýr, og marg- ir þeirra lifa í híbýlum manna.2) Þeir eru flatvaxin dýr með þunnan og breiðan bol, og eiga því auðvelt með að fela sig í rif- 1) Mjög skyldir kakalökunum eru klaufhalarnir, sem teljast þó til ann- ars ættbálks (Dermaptera), en voru áður.ásamt kakalölcum, engisprettum og fleiru, taldir í einum og sama ættbálki, er nefndur var beinvængjur (Orthop- tera). — Klaufhalinn (Porficula auricularia L.), sem þekktur er viða um heim og fluzt hefir með varningi alla leið til Grænlands, hefir nokkrum sinn- um fundist hér á landi, en hingað hefir hann borist með vörum frá nágranna- löndunum. Klaufhalinn er um 1,5 cm. á lengd, með stutta ófullkomna vængi. Hann er auðþekktur á því, að aftan á afturbolnum eru tveir bognir krókar. 2) Nýjustu rannsóknir geta um kakalaka, sem lifa í hellum og eru blindir. Til eru einnig teg., sem lifa í vatni, einkum lækjum og eru vel synd- ir, bæði fullvaxnir og á lirfuskeiði. Sumir kakalakar hafa tekið sér bólfestu í vespu-, maura- og termítabúum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.