Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFR. 75 ur, og svo voru engir hamrar eða björg svo nálægt þessum stöðv- um, að fálki þaðan gæti átt hér hlut að máli. Lóni, 20. marz 1934. Björn Guðmundsson. Ath. Atburð þennan allan skrifaði eg niður nær samdæg- urs og hann átti sér stað, og er því hér að engu leyti farið eftir minni. B. G. Kakalakar (Blattoidea). Saga kakalakanna byrjar í hinum víðáttumiklu burkna- og elftingarskógum Steinkolatímabilsins; þar lifðu þeir sitt blóma- skeið. Núlifandi kakalakar eru aðeins fátæklegar leifar af hinu fjölbreytta og stórfenglega skordýralífi þessa tímabils. Þó voru ættir, ættkvíslir og tegundir aðrar þá en nú. Nú á tímum þekkjast um 2200 tegundir af kakalökum.1) Flestir eru þeir og stærstir í frumskógum hitabeltisins, og eru þeir þar frá tæpum 1 cm. til rúmlega 8 cm. að lengd. Frá hitabeltislöndunum hafa þeir borist með skipum víða um heim á síðari öldum, líka til heimskautalandanna. Á Norð- urlöndum þekkjast þó aðeins fáar tegundir. Sumar þeirra ber- ast þangað aðeins við og við með vörum, en aðrar hafa ílenzt að fullu. Kakalakarnir eru undantekningarlaust landdýr, og marg- ir þeirra lifa í híbýlum manna.2) Þeir eru flatvaxin dýr með þunnan og breiðan bol, og eiga því auðvelt með að fela sig í rif- 1) Mjög skyldir kakalökunum eru klaufhalarnir, sem teljast þó til ann- ars ættbálks (Dermaptera), en voru áður.ásamt kakalölcum, engisprettum og fleiru, taldir í einum og sama ættbálki, er nefndur var beinvængjur (Orthop- tera). — Klaufhalinn (Porficula auricularia L.), sem þekktur er viða um heim og fluzt hefir með varningi alla leið til Grænlands, hefir nokkrum sinn- um fundist hér á landi, en hingað hefir hann borist með vörum frá nágranna- löndunum. Klaufhalinn er um 1,5 cm. á lengd, með stutta ófullkomna vængi. Hann er auðþekktur á því, að aftan á afturbolnum eru tveir bognir krókar. 2) Nýjustu rannsóknir geta um kakalaka, sem lifa í hellum og eru blindir. Til eru einnig teg., sem lifa í vatni, einkum lækjum og eru vel synd- ir, bæði fullvaxnir og á lirfuskeiði. Sumir kakalakar hafa tekið sér bólfestu í vespu-, maura- og termítabúum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.