Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 38
NÁTTÚRUPR. 84 hlíðum jökulsins, lík af manni. Reyndar var líkið höfuðlaust, en kunnugum, er að komu og þekkt höfðu baróninn, bar saman um, að líkið væri af honum. Og árið eftir fannst svo höfuðið af honum, allt sundur mulið, og ennfremur líkið af öðrum fylgd- armanninum. En lík hins hefir enn ekki fundizt, svo getið sé. Árið 1885 fundust tvö lík í skriðjökli þeim, er áin Rhone kemur undan, og höfðu þau þá geymst í jöklinum í 25 ár. Árið 1860, 22. júlí, gengu hjónin Fulgotta, ættuð frá Mailandi, á jökla í Alpafjöllum. Höfðu þau oft áður verið á ferðinni þar um fjöllin. Þóttust þau því einfær og höfðu engan fylgdarmann. Lögðu þau upp frá Grimseltindi, og var ferðinni heitið upp á tind þann, er Gestemhörner heitir. Liðu svo fjórir dagar, að hjónin komu ekki aftur. Var þá gerð leit að þeim um fjöllin, en árangurslaust að öðru en því, að á móts við Surkahorn fannst í skriðjöklinum stafur eins og sá, er jöklafarar nota þar um slóðir. Við staf þennan var festur seðill, en letrið, sem á hann var ritað, var með öllu ólæsilegt. Talið var sjálfsagt, að hér væru síðustu menjarnar um ferðalag þeirra hjóna, en að þau hefðu sjálf farizt í ofviðri þar uppi á jöklinum. Tuttugu og fimm árum síðar skilaði jökullinn aftur jarðneskum leifum þeirra. 16. sept 1911 andaðist í Chamoniz á Frakklandi maður að nafni Edvard Whymper. Iiafði hann 14. júlí 1865 fyrstur manna stigið fæti á Matterhorntindinn, og síðar farið nokkrar ferðir um Grænlandsjökla, en tvisvar komist upp á Chimbarasso-tind- inn, og var hann orðinn allfrægur fyrir þessar jöklagöngur. — Við fráfall þessa manns rifjaðist það nú upp fyrir þeim mönn- um, er öðrum fremur sinna fjall- og jökulgöngum og atburðum þeim, er í sambandi við slíkar ferðir gerast, að enn væru ófund- in lík fjögra þeirra manna, er verið hefðu í för með Whymper, er hann kleif Matternhorn, en fórust allir nema hann á þessari ferð, og þar á meðal enskur lávarður Friðrik Dougles að nafni. Varð þetta til þess, að farið var að reikna út, samkvæmt skrið- hraða jökulsins, sem nokkuð var orðinn þekktur, hvenær lík þessi mundu koma í ljós, og var búizt við, að það yrði á næstu árum.------- Með því að bók sú, sem framanritaðar frásagnir um líkflutn- inga slasaðra manna á fjall- og jökulgöngum, eru teknar úr, nær eigi lengra en til ársins 1912, sést ekki hvort þessir út- reikningar og vonir hafa staðið heima eða rætzt. Það er ömur- leg tilhugsun fyrir þá, sem á járnuðum skóm eru að þramma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.