Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
69
Að lokum gaus svo i sjálfu vatninu í júní 19261) og mynd-
aðist há ej^ja, eða gígur, skammt norður af Þorvaldstindi
miðjum.
Það væri nú ekki óeðlilegt, þótt öll þessi eldsumbrot liefði
haft nokkrar breytingar á vatninu í för með sér. Ýmislegt
bendir líka til þess, að ný brot og jarðsig hafi orðið við vatn-
ið, eftir að Reck mældi það. Ef vér gerum samanburð á vatn-
inu á korti Recks og mælingu herforingjaráðsins 1932, þá
kemur i Ijós mjög greinilegur munur (sjá myndir 5 og (i). Yatn-
ið hefir enn vaxið til suðurs og líka til norðvesturs, svo nú
lætur nærri, að norðvesturbeygja myndi 90° horn. 1 annan slað
hefir vatnið gengið saman að norðaustan, suðaustan og suð-
vestan.
Nú mætti ætla, að þessi munur væri að einhverju leyti að
kenna ónákvæmni Recks, en eg hygg, að það sé ekki, og dreg
það af eftirfarandi:
1. Reck hafði bát og fór mikið á lionum um vatnið. Hann
Iiafði því góð skilyrði til að athuga stærð þess og lögun.
2. Á þeim þremur stöðum, þar spm vatnið hefir gengið sam-
an síðan Reck mældi ]>að, hat'a hraun fallið fram í vatn-
ið og styrkir þelta þá skoðun, að mæling Recks á vatn-
inu hafi verið sæmilega nákvæm.
3. Vatnsmörkin hafa færzt út, svo nokkru nemur, á tveim
stöðum, en það er einmitt á þeim stöðum, þar sem sann-
anlegt er, að áður hafa orðið stórfelldar breytingar.
4. Það er mjög líklegt, að gosið í vatninu 192(5 hafi staðið í
sambandi við brot og landsig við rætur Þorvaldstinds.
5. Þar sem Þorvaldstindur gengur lengst til norðurs á korti
Recks, er vik suður í tindinn samkvæmt síðustu mæling-
um. Það er ekki sennilegt, að Reck liafi gert svo stórfellda
skekkju. Það er líka atliyglisvert, hve þverbrött hlið tinds-
ins er niður að vatninu og hve litlar urðir og skriður eru
þar með fjallsrótunum, þólt þarna sé stöðugt grjótflug.
Meðfram fjallsrótunum er vatnið heitt á löngum köflum,
er bendir til þess, að þar sé sprungur undir vatnsyfirborð-
inu, er framleiði hita.
1) íslcndingar 13/8. 1926. ISunn 1927.