Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
austanfrá og fór því nokkuð vestur eftir fjallsbrúninni. Þar hef-
ir sprungið fram stórt stykki úr fjallinu og myndað lióla þyrp-
ingu ó láglendi Ljósavatnsskarðs, en skilið eflir djúpa skál i fjall-
ið með standbergsklettum frá brún og langt niður. Þar heitir
Stóradalur og fjallið. Stóradalsfjall. Þótt ólíklegt mætti virðast,
er auðvelt að komast niður á Skeiðina í standbrún þessari og hún
vel fær langleiðis. Hér fann ég augljós merki þess, að jökull hafði
verið að verki og taldist mér þykkt jökulmcnjanna nema 15—
20 m en lengd þeirra eftir skeiðinni nokkur hundruð m. Eitt
basaltlag liggur ofaná úr fremur grófkorna grágrýti, en tæplega
eins þykkt og skeiðin. Halli berglaga er 4—5° til austurs. Neðanti!
í laginu er sumsstaðar leirbundinn hotnjökulruðningur, en ann-
ars meira af vatnsfluttu efni, svo sem leirataðri möl, gráleitum
lagskiptum sandi og leirflögubergi, milli leirlagaskila er frá nokk-
urum mm til svo cm skiptir. Sumsstaðar standa völubergshnúk-
ar út milli þessara leirlaga, sem eru svo harðir, að þeir þola veðr-
un alll að því eins og basalt. Yeslan til á skeiðinni gælir lítt mó-
glersíblöndunar (Palagonite), en er austar dregur, verður fyrir
umfangsmikil brík úr eldbökuðum sandsteini með gosmóbergs-
einkennum, enn austar er svo dálítið af bergi samskonar og stein-
molinn, sem ég fann fyrst neðar i fjallinu. Það virðist því svo, að
um það leyti, sem þessar jökulmenjar voru að myndast, þá hafi
verið gosstöðvar einhversstaðar hér í nánd, þótt ég gæti ekki gert
mér grein fyrir afstöðu þeirra. I myndunum þessum virðast flest-
ir steinar hafa velkzl í vatni að síðustu, svo lílið er um glöggar
jökulrákir, þó tókst mér að finna fáeina, sem jökull hafði greini-
lega markað sér, enda myndanirnar sem heild með jökulmenjasvip.
Berglögin neðan við skeiðina eru með miklu fornlegri svip en
grágrýtið, sem hlaðizt hefur ofan á hana. Þar sést í móleit sand-
steinslög lík þeim, sem voru neðan við gráa lagið í Skriðugili og
ég tel, að muni hafa verið jökulmenjalag dr. H. Pjéturss. Þegar
kömið er vestur í þverhnipi Slóradalsskálar hverfur grásteinslagið
í brúninni ásamt jökulmenjalaginu, en berglagahallinn fleytir
efstu sandsteinslögunum alla leið upp úr. Þar fyrir vestan tel ég
fjallið allt til brúnar vera úr fornu basalti vestur í Ivambsdal og
mér sýnist svo, þótt ég kannaði það ekki, að fornberg mundi vera
upp á brúnir Birningslaðaf jalls og vestur í Hálshnjúk. Hinsvegar
fer hásléttan milli Fnjóskadals og Báðardals dálitið hækkandi þar.
skammt fyrir sunnan og er þar þá óslitin grágrýtishella dala á
milli. Mundu þvi víðar en í Skriðugili finnast jökulmenjar í aust-
urbrún Fnjóskadals ef vandlega væri leitað.