Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
113
öðrum, og svo er það um jökulmenjar. Afstaða umræddra jökul-
menja er svo einstök, að ef til vill á það langt í land, að jarðfræðis-
legt gildi þeirra verði metið aðfullu. Þær eru sennilega elztu eða
meðal elztu jökulmenja, sem fundizt liafa á landinu. Þær koma
mjög til greina, þegar greiða á úr hinni flóknu berglagaskipan sig-
spildunnar í Þingeyjarsýslu. Án hliðsjónar til þeirra verður tæp-
ast ákveðin berglagaleg afstaða iiinna merku og mjög athuguðu
Tjörnessmyndana. Þær sýna, að Bárðardalssigið er frá jökultíma.
Þær sanna, að dalmyndun austan Eyjafjarðar befur heldur ekki
gerst, fyrr en löngu eftir að jökull hefur setzt á landið og þær má
nota sem hjálpargögn til ýmiskonar jarðfræðilegra athugana,
einkuin ef jökulmenjar fyndist víða vestur í basalthálendinu. An
þeirra varð ekki vitað betur, en að basalthásléttan norðlenzka
mundi öll lilaðin upp löngu áður en jöklar lögðust á landið og ekki
þá heldur, hve löngu fyrir þann tíma, eða hve mikið hún kunni að
vera eydd og grafin í dali, áður en jökulskriðið kom til. Nú gefa
þær vísbendingu um, og mundu að fullu sanna, ef jökulmenjar
fyndist einnig vestur eftir liálendinu, að eftir að jökull fór að heim-
sækja ísland, þá hélt hásalthásléttan áfram að ldaðast upp, að
ætla má i beinu áframlialdi af þróun liennar á undangegnum og
islausum tíma. Af því mundi leiða, að fengið væri einkennislag
(Ledehorison t) ofarlega í basaltmyndunina, og hefðum vér þá
surtarbrandslögin, eða einkennisbergmyndanir þeirra sem ein-
kennislag að neðan, en jökulmenjarnar, eða einkennisbergmynd-
anir þeirra sem einkennislag að ofan. Föst niðurstaða um þetta
mundi mjög létta fyrir um ýmiskonar berglagarannsóknir á hinu
afmarkaða svæði milli einkennislaganna og þá mundi auðveldara
að átta sig á, hverjar berglagalireyfingar tilheyrðu tíinabili þess-
arar afmörkuðu deildar og hverjar gerðust eftir að jöklasöfn fóru
að gera vart við sig á landinu.
Island er eina landið, sem á einkennislag, bundið við byrjun
næstliðins jökultíma, í berglögum sínum.
Lækjarmóti, 18. maí 1942.
8