Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN unar, þar sem fóstrin voru tiltölulega lítið þroskuð, og helzt var að vænta, að sæði íyndist í. Af þessum athugunum má álykta, að frjóvgun eggjanna fari fram í marz. Athuganir á svilum leiddu í ljós, að þau höfðu algerlega tæmzt af sæði, er kom frarn í janúar. Þar sem sæðið fannst aðeins í gotunni á þessum tíma, hlýtur það að vera geymt þar, þangað til frjóvgun eggjanna fer fram. Þegar í október fannst mikið sæði í allmörgum gotum. Hjá þessum fiskum hefur því eðlun farið fram strax í október. Af fxamansögðu má draga þá ályktun, að eðlun karfans fari fram á tímabilinu október til janúar. Reynt var ennfremur að ákveða frjóvgunartíma eggjanna á þann hátt að finna fyrstu skiptingar eggsins, þ. e. fyrstu stig fóstur- myndunarinnar. Þetta tókst ekki svo vel sem skyldi, því að eggin eru mjög ógagnsæ, unz fóstrið er orðið allstórt. Kímskífur fundust ekki fyrr en í marz, og ekki að ráði fyrr en í seinni hluta mánaðar- ins. Styður þetta þá ályktun, að aðalfrjóvgunartíminn sé í marz. Það bendir einnig í sömu átt, hversu sæðismagn í gotum fer hratt D=Ekkert fflH 3 L í t i é í meSal lagi MI k i á 9. mynd. Fundur sæðis í gotum árið 1954 (des. 1953). Lárétt: mánuðir, lóð- rétt: fjöldi fiska í hundraðshlutum (%). Yfir súlunum er fjöldi rannsakaðra fiska gefinn til kynna. Svart: mikið, tvístrikað: ntiðlungi mikið, einstrikað: lítið og hvítt: ekkert sæði í gotu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.