Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 45
KON OG KJARNORKA 39 3. mynd. Brautir alfa-agna frá þóríum, gerðar sýnilegar sem þokurákir. 4. mynd. Geislar frá radíum aðgreind- ir með segulmagni. Yfirlitsmynd. Alfa- agnirnar sveigja til vinstri, beta-agn- irnar til liægri, en gammageislarnir falla ótruflaðir í beina stefnu. Punkta- línan ii sýnir stefnu segulkraftsins, sem er lóðrétt á myndflötinn, burt frá auganu. eða blóðleysi. Þekkt er dæmið um stúlkurnar í úraverksmiðjunni í New Yersey (6). Stúlkur þessar unnu við að teikna á úrskífur tölur úr sjáli'lýsandi efni, sem í var radíum. I 8 ár höfðu stúlkurnar haft þann sið, þegar þær teiknuðu, að lagfæra pensilhárin með vörunum, svo að pensilstrikin yrðu betri. En allt í einu fór að bera á alvar- legum skemmdum í kjálkabeinum stúlknanna, og reyndist það orsakast af hinum geislavirku efnum í málningunni, sem var í pensl- unum. Fimm árurn seinna voru 15 af stúlkunum dánar af þessurn sökum. Annað þekkt dæmi er úr námunum í Jóakimsdal í Bæ- heimi (6), en þar er unnið mikið af pitsblendi, sem er mjög geisla- virkt, vegna þess úraníums, sem í því er. Það hafði komið í ljós við atliugun á dánarorsökum námumannanna, að meira en helming- ur dauðsfallanna var af völdunr lungnakrabba. Það sýndi sig enn- fremur, að í hvert skipti, sem opnuð var ný æð eða nýtt lag, er auð- ugt var af pitsblendi, þá fylgdi nokkrum árum seinna hækkuð dán- artala af völdum lungnakrabba. Síðari rannsóknir á geislaverkun- um í þesstnn námum sýndu, að þær voru 30 sinnum meiri en nú er talið forsvaranlegt fyrir þá menn, sem vinna í úraníumnámum eða kjarnorkuverum. Áhrif hinna ýmsu geislategunda eru mismunandi eftir því, hverj- ir geislarnir eru og hvar þeir verka. Alfaagnir, sem lenda á húðinni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.