Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ná aðeins skammt, eða ekki nema 50 [t inn í vefinn. Þær ná því ekki inn úr yfirhúðinni og komast ekki að neinum lifandi frurnum. Beta- agnir geta smogið nokkra millimetra inn í vefina og brenna því stundum húðina, en þær ná ekki til innri líffæra í líkamanum eftir þessari leið. Miklu hættulegri eru hin geislavirku efni, ef þau ber- ast inn í líkamann með fæðunni eða við öndunina. Berast þau þá inn í blóðið og með því út um allan líkamann. Bæði alfa- og beta- agnir komast þá auðveldlega að frumunum og geta eyðilagt þær með tímanum. Röntgengeislar og þó einkum gammageislar smjúga auð- veldlega inn í gegnum vefi líkamans. Geta þeir því skaðað, ekki aðeins húðina, heldur einnig öll innri líffæri. Afleiðingar geislaverkana á menn eru mismundandi eftir því, livoit um er að ræða miklar verkanir á tiltölulegum stuttum tíma, eða smávægilegar verkanir og mjög langvarandi. Afleiðingar mikilla geislaverkana korna venjulega greinilega í ljós á því fólki, er fyrir geislunum verður. Lýsa þær sér sem bruni, hárlos, ógleði, blóðleysi, krabbamein, ófrjósemi eða stökkbreytingar á kynfrumum. Lang- varandi geislaverkanir koma aftur á móti ekki alltaf fram á því fólki, er fyrir þeim verður, ef geislamagnið er nógu lítið, en þær geta hæg- lega komið fram á afkvæmunum, sem stökkbreytingar. Nærtækast dæmi um miklar geislaverkanir er sprenging atóm- sprengju. Sprengjuskýið, sem af henni myndast innilieldur geysi- mikið af geislavirkum efnum, er falla til jarðar eða svífa í loftinu. Miðað við að stærð sprengjunnar sé 20 kílótonn, þ. e. jafngildi 20.000 tonnum af TNT-sprengiefni, þá verður gammageislunin eftir sprenginguna þessi (1): 1 mínútu 8,2 X 1011 curi 1 klukkustund 6 X 10» 1 sólarhring 1,33 X 108 1 viku 1,3 X 107 1 mánuð 2,3 X 106 1 ár 1,1 X 105 10 ár 8 X 103 100 ár 6 X 102 (102 _ 100, 103 _ iooo, 105 = 100.000 o. s. frv.) Þegar þess er gætt, að 1 curi jafngildir geislaverkun frá 1 g af radíum og 1 mikrocuri (1/1000.000 curi) er talinn hættulegur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.