Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 12
104 NÁTT Ú RU FRÆÐI N G U RI N N virkjun, skyldu ekki leita til reyndra jarðfræðinga íslenzkra, t. d. Tómasar, heldur fela jarðfræðirannsóknir við þetta rnikla mann- virki að miklu leyti erlendum jarðfræðingum, sem sumir hverjir munu vart hafa séð hraun og þaðan af síður vikra. Voru Tómasi jretta nokkur vonbrigði. Við undirbúning Búrfellsvirkjunar var reyndar margt á sömu bókina fært og íslenzk þekking og sérfræði sniðgengin á lítt skifjanlegan hátt. Eins og að framan var getið nutu Tómas og fleiri jarðfræðingar styrks frá Lauge Koch til jarðfræðirannsókna hér á landi síðustu árin fyrir heimsstyrjöldina. Fyrir Lauge Koch mun liafa vakað, að komið yrði hér á fót stofnun, sem að skipulagi átti að líkjast Grön- lands geologiske undersögelse, er skipulagt hefur jarðfræðirann- sóknir á Grænlandi um áratuga skeið með góðum árangri. Því miður náði fyrirætlun Lauge Kochs ekki fram að ganga, og enn er öll jarðfræðistarfsemi í landinu mjög í molum. Tómasi mun snemma hafa orðið ljóst, hversu skipulagsleysið torveldaði íslenzk- ar jarðfræðirannsóknir, enda hafði hann á námsárunum kynnzt ágætlega skipulagðri starfsemi sænsku jarðfræðistofnunarinnar. Er heim kom, tók hann að afla berg- og jarðfræðilegra bóka og stóð einnig fyrir kaupum ýmissa rannsóknartækja. Af mörgu er ljóst, að við útvegun tækja og bóka hugsaði hann ekki eingöngu um líðandi stund. Hann har ávallt í brjósti von um það, að sii aðstaða, sem hann skapaði til jarðfræðirannsókna við Atvinnudeildina, mætti verða vísir að íslenzkri jarðfræðistofnun, enda vann hann að því leynt og Ijóst, að svo mætti verða. Ég man vel, hvernig okkar fyrstu kynni bar að. Vorið, sem ég tók stúdentspróf, sá ég í blaði tilkynningu frá Hinu íslenzka nátt- úrufræðifélagi um fræðsiusamkomu í I. kennslustofu Háskólans, og að þar mundi Tómas Tryggvason jarðfræðingur flytja erindi Um verðmæt jarðefni á Austurlandi. Þetta var mánudaginn 31. marz 1952. Uppburðarlítill menntaskólanemi tók þennan hægláta jarðfræðing tali og tjáði honum, að liann hyggði á jarðfræðinám. Tómas hvatti mig til námsins. Ég fór að ráðum bjartsýnismanns- ins. Svipaðar undirtektir hlutu allir stúdentar, sem til Tómasar leituðu. Og þá er þess ekki síður vert að geta, að eftir að námið var hafið, var hann okkur hjálpsamur og útvegaði okkur vinnu í faginu í leyfum, ef liann mátti því við korna. Við vorum tveir, bekkjarbræðurnir, sem lögðum út í jarðfræði, sá sem þetta ritar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.