Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 13
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 105 og Guðmundur Sigvaldason. Er að lokaprófi kom, fórum við að litast um eftir atvinnu við okkar hæfi. Útlitið var ekki gott og það hvarflaði jafnvel að okkur að setjast að erlendis, þótt engum sé það síður hent en jarðfræðingum, sem hafa miðað allt sitt nám við það að setjast að heima á íslandi. Er heim kom að framhalds- námi loknu, hafði Tómasi tekizt að fá okkur ráðna hjá Atvinnu- deild ITáskólans. Mér er ekki grunlaust, að Tómasi hafi sumarið 1961 sýnzt draumurinn vera að rætast og innan tíðar yrði jarð- fræðideild eða -stofnun kornin á laggirnar. Næstu árin voru mörk- uð bjartsýni. Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans tók stakka- skiptum. Húsakynnin voru endurnýjuð, tæki keypt og mannaflinn aukinn. Með komu yngri manna breyttist starfsemin, og var þá auk þjónustuverkefna tekið að leggja meiri stund á grundvallar- rannsóknir. Tómas tók virkan þátt í starfinu og studdi að getu, en auk þess mætti þessi uppbygging jarðfræðistarfseminnar góðum skilningi hjá jjáverandi forstöðumanni Iðnaðardeildar, Óskari F>. Bjarnasyni, og Rannsóknarráði. Nokkurn skugga bar þó undirbún- ingur að lögum um Rannsóknarstofnanir atvinnuveganna á starf- semina, enda var lagafrumvarpið um margt gallað og samið af skammsýni. Sérfræðingar Atvinnudeildar bentu á ýmislegt, sem betur mætti fara, en ábendingar þeirra fengu engan hljómgrunn. Einktnn var stjórnarfyrirkomulag og þröng verkefnaskipting gagn- rýnd, en í stjórn stofnananna gætir áhrifa sérfræðinga ekki. Er það reyndar furðulegt, þar eð heita má, að jreir einir hafi aðstöðu til að fylgjast með framvindu rannsókna erlendis og séu færir um að fara inn á nýjar brautir. Hlutur jarðfræðinnar var fyrir borð bor- inn og bún strikuð út úr þröngri verkefnaskiptingu Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins. Var hún jró orðin veigamikill þáttur í starf- serni Iðnaðardeildar. Tómas reyndi af fremsta megni að liamla á móti þessari öfugþróun, en viðleitni hans var ekki sinnt frernur en öðrum ábendingum sérfræðinga, jrótt hann væri þá formaður Rannsóknarráðs ríkisins. Lögin um Rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna komu til l'ramkvæmda haustið 1965. Á Iðnaðardeild urðu þá m. a. þær breytingar, að í stað þáverandi forstöðumanns var ráðinn nýr forstjóri. Er skemmst frá J)ví að segja, að jarðfræðistarf- semin hefur síðan dregizt saman og lamazt. Flestar hrakspár um hið nýja fyrirkomulag hafa ])ví miður rætzt, eins og við var að búast, þegar litið tillit er tekið til þeirrar reynslu, sem aflazt hefur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.